Markmið verkefnisins er að framkvæma heildstætt flóðamat fyrir Kvosina í Reykjavík.
Á mörgum svæðum er nauðsynlegt að framkvæma kortlagningu og mat á flóðahættu (flóðamat) og/eða yfirborðsvatni (yfirborðsvatnsgreining) áður en lagt er til breytingar á skipulagi svæðis eða uppbyggingu bygginga og mannvirkja.
Matið skal leggja grunn að hönnun og mótvægisaðgerðum sem meta og gera tillögur að bættu viðnámsþoli vegna hugsanlegra flóða. Sjá nánar í kafla 2.1.
| Útboðsgögn afhent: | 16.12.2025 kl. 16:36 |
| Skilafrestur | 12.01.2026 kl. 14:00 |
| Opnun tilboða: | 12.01.2026 kl. 14:00 |
Verklok: 15. apríl 2026.












