Home Fréttir Störf Laust starf á framkvæmdasviði Norðurþings

Laust starf á framkvæmdasviði Norðurþings

116
0

Norðurþing leitar að öflugum, fjölhæfum og útsjónarsömum einstaklingi  sem getur starfað sjálfstætt og hefur gaman af mannlegum samskiptum, til að sinna fjölþættu starfi á framkvæmdasviði fyrir sveitarfélagið.  Um er að ræða ótímabundna ráðningu í fullt starf.

<>

Staðan heyrir undir framkvæmdafulltrúa Norðurþings.

Starfssvið:

  • Umsjón með Eignasjóði Norðurþings, tækjabúnaði og húsbúnaði.
  • Umsjón með minni framkvæmdum á vegum sveitarfélagsins.
  • Sérverkefni á framkvæmdasviði.

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Iðnmenntun sem nýtist í starfi æskileg.
  • Reynsla af starfi í viðkomandi iðngrein og/eða úr sambærilegu starfi er æskileg.
  • Góð almenn tölvukunnátta.
  • Frumkvæði, metnaður og sjálfstæði í vinnubrögðum.
  • Mikil þjónustulund og lipurð í samskiptum.
  • Styrkur til að vinna undir álagi.

Konur jafnt sem karlar eru hvött til að sækja um starfið.

Laun og starfskjör eru samkvæmt samningum Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags. Umsóknum, ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf skal skilað á skrifstofu Norðurþings, Húsavík eða með tölvupósti á netfangið margret@nordurthing.is  Umsóknarfrestur er til 10. september. Nánari upplýsingar veita Gunnlaugur Aðalbjarnarson, fjármálastjóri í síma 464 6100, netfang gunnlaugur@nordurthing.is og  Margrét Hólm Valsdóttir, skrifstofustjóri  í síma 464 6100, netfang margret@nordurthing.is

Heimild: Nordurþing.is