Home Fréttir Í fréttum Þurftu að flytja vegna myglu

Þurftu að flytja vegna myglu

26
0
Nýjar skrifstofur Seltjarnarnesbæjar að Austurströnd 5. Morgunblaðið/Eggert

„Við erum með fólk sem hefur verið í heimavinnu síðan í vor. Menn eru að tínast í hús sem er afar jákvætt fyrir vinnustaðinn,“ segir Þór Sigurgeirsson, bæjarstjóri á Seltjarnarnesi.

Skrifstofur bæjarins hafa verið fluttar af Austurströnd 2 yfir á Austurströnd 5. Eins og komið hefur fram í Morgunblaðinu greindist mygla á bæjarskrifstofunni fyrr á þessu ári. Húsnæðið er á tveimur hæðum og bleyta fannst til að mynda undir gólfdúk á neðri hæð.

Fangelsismálastofnun hefur verið með starfsemi á Austurströnd 5 en forsvarsmenn stofnunarinnar hyggja á flutninga annað að sögn Þórs. Seltjarnarnesbær hefur þegar fengið neðri hæð hússins til afnota, um 300 fermetra sal. Þór segir að vonir séu bundnar við að bærinn fái allt húsið til umráða þegar fram líða stundir.

Heimild: Mbl.is