Bráðamóttaka Landspítala í Fossvogi verður stækkuð með 700 fermetra viðbótarhúsnæði sem á að vera tilbúið fyrir lok þessa árs.
Samningur Nýs Landspítala og Verkheima ehf. um verkið var undirritaður í gær.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Stjórnarráði Íslands.
Stórbætir aðstæður
Haft er eftir Ölmu D. Möller heilbrigðisráðherra að stækkunin muni stórbæta aðstæður sjúklinga og starfsfólks og skipta sköpum fyrir mikilvæga starfsemi þar til ný bráðamóttaka verður opnuð í meðferðarkjarnanum við Hringbraut.
Heimild: Mbl.is