Eftirliti með byggingaframkvæmdum er mjög ábótavant og eftirlitsmenn senda oft engar eða ófullnægjandi upplýsingar um framvindu verksins.
Mikið vantar upp á að eftirliti með byggingaframkvæmdum sé samkvæmt reglum og eftirlitsmenn bygginganna senda oft engar eða ófullnægjandi upplýsingar um framvindu verksins. Þetta er niðurstaða Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar sem birt var í dag.
„Þetta sem við erum að horfa á, er að draga úr byggingagöllum, það er það sem er stóra málið“
Eftirlitsmenn Húsnæðis og mannvirkjastofnunar – eða HMS – hafa farið um landið og fylgst með íbúðauppbyggingu og byggingu annarra mannvirkja. Skoðað var hvort að gögnin sem HMS aflaði sjálft, svokallað matsstig-stig framkvæmdar, passaði við þær áfangaskrár sem sendar hafa verið um framvindu verksins í opinbera mannvirkjaskrá HMS .
Þórunn Sigurðardóttir framkvæmdastjóri sviðs mannvirkja og sjálfbærni hjá HMS segir víða ágalla á eftirliti á byggingarstöðum.
„Það sem við sjáum núna er að áfangaúttektum í mannvirkjaskrá er … Út: … verulega ábótavant,“ segir Þórunn. Dæmi eru um að engar upplýsingar hafi borist um framvindu framkvæmda eða þær verið rangar og ekki uppfærðar. Byggingastjórar eiga að sinna innra eftirliti á vegum verktakans og byggingafulltrúar sveitarfélaga ytra eftirliti.
Engar eða ófullnægjandi upplýsingar
Frá þeim á HMS að fá upplýsingar um hvert stig framkvæmdarinnar. „Það getur verið annaðhvort þannig að engum áfangaúttektum hefur verið skilað eða þá að þær eru ekki í samræmi við matsstigið á viðkomandi mannvirki.“
Markmiðið með eftirlitinu er aðallega að koma í veg fyrir galla á húsum og auka rekjanleika ef þeir uppgötvast eftir á. Skoðun í mars leiddi í ljós að um 500 frávik voru á matsstigi og þeim upplýsingum sem höfðu borist um viðkomandi byggingu. Í 35 prósentum byggingarleyfa var áfangaúttekt sem send var mannvirkjaskrá HMS mjög ófullnægjandi.
„Þetta sem við erum að horfa á, er að draga úr byggingagöllum, það er það sem er stóra málið.“
Heimild: Ruv.is