Mosfellsbær óskar eftir áhugasömum aðilum til að taka þátt í útboði vegna 1. áfanga lóðarframkvæmda við Lágafellsskóla í Mosfellsbæ.
Verkefnið felst í að setja leiktæki saman og niður, girðingar, fallvarnarefni, gervigras, hellulögn og tilfallandi yfirborðsfrágang.
Helstu magntölur eru eftirfarandi:
- Gröftur v. leiktækja 65 m3
- Jöfnunarlag undir fallvarnarefni og gervigras 402 m3
- Upptaka á yfirborðsefnum 468 m
- Girðingar 261 m
- Hellulögn 27 m2
- Fallvörn 402 m2
- Gervigras 402 m2
- Leiktæki og búnaður 23 stk
Óska skal eftir útboðsgögnum í tölvupósti í gegnum mos@mos.is frá og með kl. 14:00 fimmtudaginn 8. maí 2025
Tilboðum skal skila á mos@mos.is eigi síðar en kl. 10:00 föstudaginn 23. maí 2025.
Ekki verður haldinn opnunarfundur en niðurstöður verða sendar bjóðendum og birtar á vef Mosfellsbæjar að opnun lokinni.