Home Fréttir Í fréttum Kjötvinnsla ekki í umhverfismat

Kjötvinnsla ekki í umhverfismat

21
0
Vöruhúsið við Álfabakka þar sem kjötvinnslan er áformuð. mbl.is/Árni Sæberg

Skipu­lags­stofn­un hef­ur kom­ist að þeirri niður­stöðu að kjötvinnsla í um­deildu vöru­húsi við Álfa­bakka í Reykja­vík, græna gíma­ld­inu, sé ekki lík­leg til að hafa um­tals­verð um­hverf­isáhrif og sé því ekki háð mati á um­hverf­isáhrif­um.

Um er að ræða áform um starf­semi á veg­um Ferskra kjötv­ara sem fel­ur í sér mót­töku á kjöti, vinnslu þess, pökk­un og dreif­ingu í versl­an­ir og tek­ur til um 3.000 fer­metra á fyrstu hæð í vest­ur­enda at­vinnu­hús­næðis við Álfa­bakka 2a. Húsið er í heild­ina rúm­lega 7.000 fer­metr­ar að gólf­fleti.

Bygg­ing­ar­full­trú­inn í Reykja­vík stöðvaði í janú­ar sl. fram­kvæmd­ir við þann hluta húss­ins sem kjötvinnsl­an er áformuð í og viður­kenndi að óheim­ilt hefði verið að gefa út bygg­ing­ar­leyfi fyr­ir kjötvinnsl­una fyrr en álit Skipu­lags­stofn­un­ar um mat á um­hverf­isáhrif­um lægi fyr­ir eða ákvörðun stofn­un­ar­inn­ar um að fram­kvæmd sé ekki mats­skyld.

Heimild: Mbl.is