
Það var stór dagur í Uppsveitum Árnessýslu í gær þegar fyrsta skóflustungan var tekin að björgunarmiðstöð á Flúðum.
Húsið, sem verður um 1.200 fm að grunnfleti mun hýsa starfsemi Brunavarna Árnessýslu og Björgunarfélagsins Eyvindar á Flúðum.
Gert er ráð fyrir að jarðvinna hefjist á næstu dögum og húsbyggingin í beinu framhaldi. Húsið er límtréshús með steinullareiningum og sér Harri Kjartansson húsasmíðameistari um að reisa húsið. Reiknað er með að húsið verði komið upp í lok árs og verði tilbúið til notkunar á árinu 2026.
Það var hugur í mönnum þegar skóflurnar voru mundaðar í dag en húsið mun gjörbylta aðstöðu BÁ og Eyvindar á Flúðum.
+Heimild: Sunnlenska.is