Home Fréttir Í fréttum 18 mánuði að fá leyfi fyrir svalalokun

18 mánuði að fá leyfi fyrir svalalokun

83
0
Kristján Hálfdánarson er formaður húsfélagsins. – Guðmundur Bergkvist

Íbúar í Árskógum 7 biðu í 18 mánuði eftir leyfi fyrir svalalokun frá borginni. Í millitíðinni reis skemman sem byrgir þeim alla sýn.

<>

Íbúar í Árskógum 7 vilja að skemman sem reis fyrir framan glugga þeirra verði rifin. Þau segja fráleitt hvað þau þurftu að bíða lengi eftir að fá samþykkt fyrir svalalokun hjá sér í samaburði við verklagið í kringum skemmuna. Íbúarnir sem vildu yfirbyggja svalir hjá sér með svalalokun þurftu að bíða í eitt og hálft ár eftir svörum og leyfi frá Reykjavíkurborg. Í millitíðinni var fjöldi breytingatillagna á gríðarstórri skemmu sem byrgir þeim sýn samþykktur af hálfu borgaryfirvalda og skemman reist.

Kristbjörg Ingvarsdóttir býr í einni íbúðanna í Árskógum 7. Hún er ein þeirra sem vildi byggja yfir svalirnar hjá sér til að nýta rýmið betur.

Mynd: Guðmundur Bergkvist

En við fengum ekki leyfi fyrir því fyrr en núna bara rétt fyrir jólin. Þá vorum við búin að bíða alveg í eitt og hálft ár, eða síðan í apríl árið 2023. Við héldum að þetta yrði minnsta málið því þetta er svo smávægileg breyting. En það var ekki.

Kristján Hálfdánarson, formaður húsfélagsins segir íbúana mjög svekkta. Eftir að skemman hefur risið fyrir framan gluggana hafi flestir íbúanna misst allan áhuga á að kosta til fé til að byggja yfir svalirnar hjá sér.

Mynd: Guðmundur Bergkvist

Við þurftum að sækja um leyfi hjá Reykjavíkurborg, byggingafulltrúa Reykjavíkurborgar. Og hann dró lappirnar bara lengi, lengi. Og það var bara mjög erfitt að fá svör þaðan.
Fengu ekki að vita hvernig skemman myndi líta út fyrr en hún var risin

„Okkur fannst þetta svo skrýtið,“ segir Kristbjörg. „Þeir báru því við að þetta væri útlitsbreyting, því það yrði að halla eitthvað þakið því að við erum á efstu hæð. Og það náttúrlega er núna bara fyndið að hugsa til þess því svo allt í einu sprettur þetta hús upp á einhverjum nokkrum vikum. Við vissum aldrei hvernig það kæmi til með að líta út fyrr en það bara birtist.“

Kristbjörg segir fólkið í húsinu sorgmætt.

„Ég held að það sé rétta orðið. Þetta er bara svona áfall fyrir fólk. Maður spyr sig, hvernig gat þetta gerst, allt þetta fjaðrafok út af svölunum hjá okkur en svo er bara hægt að byggja þetta hús alveg við svalirnar hjá okkur.“

Heimild: Ruv.is