Home Fréttir Í fréttum Gera samning um aðra vatnslögn til Eyja

Gera samning um aðra vatnslögn til Eyja

42
0
Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri í Vestmannaeyjum Víðir Hólm

Bæjaryfirvöld í Vestmannaeyjum hafa ákveðið að taka tilboði um gerð á nýrri vatnslögn. Lögnin verður við hlið þeirrar sem skemmdist og mun gegna almannavarnahlutverki.

<>

Íris Róbertsdóttir, bæjarstjórinn í Eyjum, segir kostnað vegna nýrrar vatnslagnar eiga að lenda hjá ríkissjóði en eins og staðan sé taki ríkissjóður lítinn þátt í kostnaði. Bæjaryfirvöld í Vestmannaeyjum hafa ákveðið að taka tilboði um gerð á nýrri vatnslögn milli lands og eyja. Lögnin verður við hlið þeirrar sem skemmdist og mun gegna almannavarnahlutverki.

Fyrirtækið, sem er danskt að hluta, bauð í verkefnið og skuldbindur sig til að afhenda lögnina sumarið 2026 en það lagði einnig þá lögn sem nú er skemmd.

Vatnslögn eins og þessi liggur milli lands og Eyja
Aðsend / Vestmannaeyjar

Tvær lagnir
Fyrsta greiðsla verður þann 20. desember næstkomandi, það eru um 200 milljónir króna frá bænum og ríkissjóður greiðir 100 milljónir. Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri í Eyjum segir alltaf hafa staðið til að leggja almannavarnalögnina NSL4 við hlið hinnar sem er merkt NSL3.

„NSL 4 sem er lögnin sem verið er að tala um er almannavarnarlögn og það er mikilvægt að tryggja það að leggja hana fyrst, áður en við förum í viðgerð á NSL3, sem er skemmda lögnin því að ef eitthvað kemur upp á í viðgerðinni þá er þessi lögn tilbúin að grípa. Það er ástæðan fyrir röðinni á þessu,“ segir Íris.

Lögnin er mikil fjárhagsleg byrði fyrir bæjarfélagið og segir Íris slíkt almannavarnaverkefni eiga heima hjá ríkinu.

„Ríkið er með framlag upp á 800 milljónir en heildarkostnaðurinn er líklega 2,4 milljarðar, sem er heildaráætlun fyrir lögnina með öllu, þar með talið niðursetningunni. En eins og staðan er núna er það bara í gegnum vatnsgjöld í Vestmannaeyjum og það eru íbúar í Vestmannaeyjum sem þurfa að greiða það á einhverjum löngum tíma. Auðvitað finnst okkur það ekki sanngjarnt.“

Bætur vegna skemmda ófrágengnar
Undanfarna mánuði hefur tjónið á lögninni sem skemmdist verið metið svo fá megi tryggingabætur frá VÍS sem er tryggingafélag Vinnslustöðvarinnar í Eyjum. Skipið Huginn, sem er í eigu Vinnslustöðvarinnar, olli skemmdum á lögninni í nóvember í fyrra.

Heimild: Ruv.is