Home Fréttir Í fréttum HMS í átak vegna bruna í þakpappa

HMS í átak vegna bruna í þakpappa

39
0
Gríðarlegt tjón varð í bruna í Kringlunni í sumar og kveður HMS lagningu þakpappa víða ábótavant á landinu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Hús­næðis- og mann­virkja­stofn­un hef­ur und­an­farið leitt átaks­verk­efni vegna bruna­hættu í tengsl­um við þakpappa á bygg­ing­um hér­lend­is og seg­ir í til­kynn­ingu um átakið á heimasíðu sinni að verklagi við lagn­ingu þakpappa sé ábóta­vant á land­inu og hafi marg­ir brun­ar átt sér stað und­an­far­in ár af þeim sök­um.

<>

„Efla ætti fræðslu tengd[a] bygg­ing­ar­vinnu sem fel­ur í sér notk­un á opn­um eldi og gera ætti kröfu um starfs­leyfi fyr­ir slíka vinnu. Þetta er á meðal niðurstaðna átaks­verk­efn­is um úr­bæt­ur um lagn­ingu þakpappa sem HMS leiðir, en vænta má RB-leiðbein­inga­blaðs um málið í næsta mánuði,“ seg­ir þar.

Viðtök­ur fram­ar vænt­ing­um
Hófst verk­efnið í kjöl­far brun­ans í Kringl­unni í sum­ar sem miklu eigna­tjóni olli og bygg­ir verk­efnið á þrem­ur lyk­ilþátt­um – út­gáfu leiðbein­inga­blaðsins, þróun fræðslu­efn­is og til­lög­um um breyt­ing­ar á reglu­verki.

HMS hef­ur leitt átaks­verk­efnið á síðustu mánuðum, en stofn­un­in hóf það í kjöl­far elds­voða sem varð í Kringl­unni í sum­ar og olli miklu eigna­tjóni í þak­virki út frá lagn­ingu þakpappa.

„HMS óskaði eft­ir til­nefn­ing­um frá helstu hags­munaaðilum í bygg­ing­ar­geir­an­um til að mynda starfs­hóp um úr­bæt­ur um lagn­ingu þakpappa. Viðtök­ur voru fram­ar vænt­ing­um og ljóst að breið samstaða er hjá öll­um fagaðilum í að vinna sam­an að bættu verklagi. Starfs­hóp­ur­inn myndaðist hratt og sam­an­stend­ur af full­trú­um frá Sam­tök­um [i]ðnaðar­ins, Vinnu­eft­ir­lit­inu, Slökkviliði höfuðborg­ar­svæðis­ins, Bruna­tækni­fé­lag­inu ásamt full­trú­um HMS,“ seg­ir enn frem­ur.

Örugg­ara og fag­legra vinnu­um­hverfi
Starfs­hóp­ur­inn vinni nú að gerð RB-leiðbein­inga­blaðs um verklag og ör­yggi við lagn­ingu ábrædds þakpappa með notk­un elds og sé fyr­ir­huguð út­gáfa 23. des­em­ber. Leiðbein­ing­arn­ar inni­haldi verklags­regl­ur og gátlista til að auðvelda fram­kvæmdaaðila skipu­lag og auka ör­yggi á verkstað.

„Með þessu verk­efni leit­ast HMS við að efla ör­yggi í bygg­ing­ar­geir­an­um, auka fræðslu og stuðla að ábyrg­ari vinnu­brögðum. Þetta er stórt skref í átt að ör­ugg­ara og fag­legra vinnu­um­hverfi á Íslandi. HMS hvet­ur alla aðila í bygg­ing­ar­geir­an­um til að kynna sér leiðbein­ing­ar sem verða gefn­ar út og taka þátt í nám­skeiðum sem styðja við mark­miðið um ör­ugg­ari fram­kvæmd við lagn­ingu þakpappa,“ seg­ir að lok­um á síðu stofn­un­ar­inn­ar.

Heimild: Mbl.is