Bjarg íbúðafélag mun reisa 40 leiguíbúðir á stórri lóð við Safamýri og Háaleitisbraut. Einar Þorsteinsson borgarstjóri ásamt fulltrúum Bjargs, ASÍ, BSRB og verktaka tóku fyrstu skóflustunguna í dag.
Íbúðirnar verða tilbúnar í júní 2026 gangi áætlanir Bjargs íbúðafélags eftir og ráðgerir félagið að opna fyrir umsóknir sumarið 2025.
Byggð verða tvö 4ra hæða fjölbýlishús. Íbúðir verða tveggja til fimm herbergja. Staðsetningin er góð með tilliti til samgangna, þjónustu og tenginga við stofnbrautir, skóla og leikskóla. Gæludýrahald verður leyft í hluta íbúðanna.
Hönnuðir eru A2F og Gríma arkitektar, Ferill verkfræðistofa, Kriston raflagnahönnun og ÍSTAK annast byggingarframkvæmdir.
Sjá nánar hér um íbúðirnar.
Heimild:Bjarg íbúðafélag