Home Fréttir Í fréttum Eik „berskjaldaðri“ en önnur fasteignafélög

Eik „berskjaldaðri“ en önnur fasteignafélög

56
0
Þann 20. september síðastliðinn lagði Langisjór fram yfirtökutilboð í Eik fasteignafélag. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon

Eik er ber­skjaldaðri en önn­ur fast­eigna­fé­lög gagn­vart vannýt­ingu og töpuðum kröf­um vegna sam­setn­ing­ar leigu­taka. Þetta kem­ur fram í kynn­ingu sem Ari­on banki tók sam­an í tengsl­um við yf­ir­töku­til­boð og birt er á síðu bank­ans.

<>

Þann 20. sept­em­ber síðastliðinn lagði Langi­sjór fram yf­ir­töku­til­boð í Eik fast­eigna­fé­lag. Til­boðið hljóðaði upp á 11,0 krón­ur á hlut í reiðufé. Gild­is­tími til­boðsins er til 18. októ­ber næst­kom­andi. Í kynn­ingu Langa­sjáv­ar til hlut­hafa Eik­ar kem­ur fram að það sé mat þeirra að mik­il vannýt­ing og tapaðar kröf­ur vegna sam­setn­ing­ar leigu­taka veiki Eik miðað við önn­ur fast­eigna­fé­lög.

ViðskiptaMogg­inn fjallaði um það á dög­un­um að til­boðið væri að lík­ind­um nokkuð lágt enda hef­ur komið á dag­inn að gengi bréfa Eik­ar eru nú tölu­vert yfir til­boðinu eða um 12,7 kr. á hlut miðað við loka­gengi gær­dags­ins.

Í grein­ar­gerð stjórn­ar Eik­ar sem birt var á mánu­dags­kvöld kem­ur fram að stjórn­in telji til­boðsverð Langa­sjáv­ar vera of lágt.

Telja gæfu­skref að auka skuld­setn­ingu til að bæta arðsemi eig­in fjár

Meðal til­laga Langa­sjáv­ar er að auka skuld­setn­ingu Eik­ar til að auka arðsemi eig­in fjár fé­lags­ins, án þess þó að stefna fjár­hags­leg­um stöðug­leika þess í hættu.

Rök­stuðning Langa­sjáv­ar fyr­ir frek­ari skuld­setn­ingu fé­lags­ins er að finna í kynn­ingu sem Ari­on banki sendi á hlut­hafa bank­ans og birt er á síðu Ari­on banka.

Þar seg­ir að Langi­sjór telji það vera gæfu­skref fyr­ir fé­lagið að auka skuld­setn­ingu þess og þar með arðsemi eig­in fjár. Rými sé til staðar fyr­ir frek­ari skuld­setn­ingu til næstu ára sam­hliða straum­línu­lög­un í rekstri. Þar með að ná fram sam­bæri­leg­um skulda­hlut­föll­um og sam­an­b­urðarfé­lög.

Fram kom í árs­skýrslu Eik­ar fyr­ir síðasta ár að lang­tíma­mark­mið fé­lags­ins væri 60% nettó veðhlut­fall en í 6 mánaða upp­gjöri fé­lags­ins í ár var hlut­fallið 56,4%.

Í grein­ar­gerðinni kem­ur fram að stjórn­in sé sam­mála Langa­sjó um að fýsi­legt kunni að vera að skuld­setja fé­lagið frek­ar að teknu til­liti til láns­kjara og áhættu.

Í grein­ar­gerðinni kem­ur jafn­framt fram að það geti komið tíma­bil þar sem mun­ur á markaðsvirði og innra virði fé­lags­ins þró­ist í nei­kvæða átt. Þannig gæti komið upp sú staða að fé­lagið meti það hag­stæðara að fjár­festa í eig­in bréf­um frem­ur en að kaupa eign­ir.

Grein­andi sem ViðskiptaMogg­inn ræddi við tel­ur hins veg­ar minni skuld­setn­ingu fýsi­legri þar sem fjár­fest­ar hafi lýst yfir al­menn­um áhyggj­um af mik­illi skuld­setn­ingu fast­eigna­fé­lag­anna. Líkt og fram kem­ur í ViðskiptaMogg­an­um í dag eru skuld­setn­ing­ar­hlut­föll ís­lenskra fast­eigna­fé­laga hærri en geng­ur og ger­ist á Norður­lönd­un­um.

Eik sé nú þegar arðgreiðslu­fé­lag

Eik sé nú þegar arðgreiðslu­fé­lag Önnur til­laga Langsa­sjáv­ar er að „Eik yrði eft­ir­leiðis arðgreiðslu­fé­lag sem greiði hlut­höf­um ár­lega arðgreiðslu er sam­svari að jafnaði ekki lægra hlut­falli en 75% af hand­bæru fé frá rekstri næstliðins rekstr­ar­árs.“

Í grein­ar­gerð stjórn­ar er aft­ur á móti bent á að Eik hafi um nokk­urt skeið skil­greint sig sem arðgreiðslu­fé­lag og vísað er í arðgreiðslu­stefnu fé­lags­ins.

Á aðal­fundi fé­lags­ins 2024 var samþykkt að breyta stefn­unni þannig að ár­lega yrði greidd­ur út arður sem næmi a.m.k. 75% af hand­bæru fé frá rekstri árs­ins að frá­dreg­inni þeirri fjár­hæð sem nýtt yrði í kaup á eig­in bréf­um fram að boðun næsta aðal­fund­ar.

Fram kom að við mót­un til­lögu um arðgreiðslu skyldi litið til fjár­hags­stöðu fé­lags­ins, fyr­ir­ætl­ana og stöðu efna­hags­mála.

Grein­in birt­ist fyrst í ViðskiptaMogg­an­um.

Heimild: Mbl.is