Í dag voru opnuð tilboð í lokuðu útboði nr. I 4066 sem lýtur að innri frágangi á 5. og 6. hæðum meðferðarkjarna. Um er að ræða u.þ.b. 14.000 m2 af húsnæði sem mun hýsa átta legudeildir nýs Landspítala.
Fjórir verktakar voru aðilar að þessu lokaða útboði og skiluðu þrír þeirra inn tilboðum samkvæmt eftirfarandi:
Nafn bjóðanda | Heildartilboð án VSK | Hlutf. af kostnaðaráætlun |
ÞG verktakar ehf. | 7.010.799.550,- | 118% |
Ístak hf. | 7.897.511.696,- | 133% |
Eykt ehf. | 8.217.717.220,- | 138% |
Kostnaðaráætlun verkkaupa er kr. 5.959.070.000 (án vsk).
Heimild: NLSH ohf.