Slökkvilið höfuðborgarsvæðis bs. (SHS) óskar eftir tilboðum verktaka í utanhúsfrágang æfingarhúsnæðis SHS og Slysavarnafélagsins Landsbjargar á lóð Skútahrauns 6 í Hafnarfirði. Klæða á fyrirliggjandi stálgáma, setja á þá þak og byggja upp vatnshelda svalabyggingu.
Helstu verkþættir eru:
- Loka á milli efri gáma með léttum veggjum og gólfi ásamt því að setja timburþak yfir gáma.
- Trévirki klætt með krossvið og þakpappa ofan á neðri gáma.
- Opna á milli gáma og gera nýjan stiga að innan.
- Utanhúsfrágangur og klæðningar.
- Gönguristar úr stáli ofan á neðri gáma ásamt stálhandriðum.
- Uppsetning stálstiga í kringum bygginguna.
Útboðsgögn verða aðgengileg í rafrænu útboðskerfi á slóðinni vsb.ajoursystem.net/tender frá og með fimmtudeginum 3. október 2024.
Tilboðum og öllum fylgigögnum skal skilað rafrænt í sama kerfi eigi síðar en föstudaginn 18. október 2024 kl. 11:00.
Verklok eru 3. mars 2025.
Útboðsgögn afhent: | 07.10.2024 kl. 13:00 |
Skilafrestur | 18.10.2024 kl. 11:00 |
Opnun tilboða: | 18.10.2024 kl. 11:00 |