Home Fréttir Í fréttum Færsla á girðingu í takt samkomulagið frá 2013

Færsla á girðingu í takt samkomulagið frá 2013

63
0
Horft yfir Reykjavíkurflugvöll. Næst og til vinstri má sjá þann hluta flugvallarins sem er næst hverfinu í Skerjafirði. mbl.is/Árni Sæberg

Til­mæli frá innviðaráðuneyt­inu til Isa­via um að fara eigi í að færa girðingu við Reykja­vík­ur­flug­völl svo Reykja­vík geti byrjað upp­bygg­ingu í Skerjaf­irði er í sam­ræmi við ákvæði í sam­komu­lagi rík­is og borg­ar­inn­ar frá ár­inu 2013.

<>

Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá innviðaráðuneyt­inu, en þingmaður vakti at­hygli á mál­inu um helg­ina og fram­kvæmda­stjóri inn­an­lands­flug­valla Isa­via hef­ur einnig staðfest að til­mæl­in hefðu borist frá ráðuneyt­inu.

Ekki ný ákvörðun
Ráðuneytið bend­ir á að í sam­komu­lagi rík­is og borg­ar frá ár­inu 2013 sé kveðið á um til­færslu girðing­ar á Reykja­vík­ur­flug­velli við Skerja­fjörð. Verk­efn­inu átti að vera lokið árið 2020.

Í sam­komu­lag­inu er gert ráð fyr­ir að skýli á mörk­um flug­vall­ar­svæðis­ins verði áfram inn­an girðing­ar þar til niðurstaða næst um niðurrif eða flutn­ing.

„Innviðaráðuneytið árétt­ar því að ekki er um að ræða nýja ákvörðun held­ur verk­efni sem verði nú lokið í góðri sam­vinnu aðila á grunni sam­komu­lags­ins og sam­göngu­áætlun­ar,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni. Er jafn­framt staðfest að ráðuneytið hafi beint því til Isa­via að fylgja eft­ir fyr­ir­liggj­andi áætl­un um til­færslu girðing­ar­inn­ar.

Heimild: Mbl.is