Verkís sér um framkvæmdaeftirlit og umsjón við lagningu Dalvíkurlínu 2 (DA2), sem er nýr 66 kV jarðstrengur frá Akureyri til Dalvíkur.
Verkefnið er ætlað að tryggja örugga orkuafhendingu til Dalvíkur og nærsveita með tvöfaldri tengingu við meginflutningskerfi Landsnets.
DA2 línan er um 42 km löng, og er áætlað að lagningu hennar verði lokið í október 2025. Í dag eru um 11 km af strengnum komnir í jörð.
Framkvæmdirnar eru í fullum gangi, og hefur jarðvinnuverktakinn Steypustöð Skagafjarðar séð um jarðvinnu, á meðan Orkuvirki sér um tengingar. Framleiðandi jarðstrengsins er NKT, og er notast við 630 mm² kapla.
Þann 25. september sl. var dreginn út áfangi 16 í landi Fagraskógs í Hörgársveit, sem er mikilvægur hluti í áframhaldandi þróun verkefnisins.
Heimild: Verkis.is