Home Fréttir Í fréttum Leiðbeiningar um lagningu þakpappa vegna fjölda eldsvoða

Leiðbeiningar um lagningu þakpappa vegna fjölda eldsvoða

35
0
Mynd: HMS.is

Í ljósi fjölda eldsvoða í tengslum við þakframkvæmdir á síðustu árum hefur HMS hafið samstarfsverkefni um gerð verklagsleiðbeininga fyrir vinnu með eld í þakframkvæmdum.

<>

Myndaður hefur verið starfshópur til að vinna að gerð Rb-blaðs um verklag fyrir lagningu þakpappa og þær öryggisráðstafanir sem þarf að gera við slíka vinnu.

Starfshópurinn samanstendur nú af sérfræðingum á sviði brunavarna og starfsumhverfis mannvirkjagerðar hjá HMS og sérfræðingum frá SHS.

Aðrir aðilar tengdir viðfangsefninu, t.d. fulltrúar verktaka og brunaverkfræðinga, munu bætast við og mynda öflugan hóp til að vinna leiðbeiningar fyrir framkvæmdir sem þessar.

Í upphafi mun hópurinn vinna að gerð Rb-reynslublaðs um verklag fyrir lagningu þakpappa og nauðsynlegar öryggisráðstafanir við slíka vinnu.

Í vinnunni mun hópurinn einnig skoða hvaða leiðir eru vænlegastar til árangurs varðandi fræðslu um eldvarnir í mannvirkjagerð og greina hvar þarf að styðja við iðnaðinn. Hópurinn mun nýta stórt bakland sitt til þess að fræðsla og upplýsingar nái til sem flestra.

Heimild: HMS.is