Reykjanesbær – Framkvæmdasvið óskar eftir tilboðum í verkið Leikskólalóð við Skólaveg 54 Reykjanesbæ – Leikskólinn Asparlaut
Verkið felst í framkvæmdum á leiksvæði og er þessu nánar lýst í verklýsingu. Verkið skal vinna í samræmi við útboðs og verklýsingu og ákvæði gildandi laga og reglugerða sem eiga við þessa framkvæmd og er verktaki ábyrgur fyrir því að þeim sé fylgt.
Verktaki skal skila verkinu til verkkaupa í samræmi við ákvæði útboðsgagna. Bjóðendum er bent á að kynna sér vel allar aðstæður á vinnusvæðinu.
Útboðsyfirlit
- Tegund útboðs: almennt opið rafrænt útboð
- EES útboð: Nei
- Útboðsgögn tilbúin: þriðjudagur, 25. júní 2024
- Opnunartími tilboða: þriðjudagur, 9. júlí 2024 kl. 11:02
- Opnunarstaður tilboða: Þar sem útboðið er rafrænt er ekki um formlegan opnunarfund að ræða.
- Gildistími tilboðs: Fjórar (4) vikur
- Verklok: föstudagur, 1. nóvember 2024
- Verðlagsgrundvöllur: Verkið verðbætist ekki
- Frávikstilboð: Eru ekki heimiluð
- Fylgigögn með tilboði: 1. Tilboðsblað, (tilboðið er ógilt án þeirra) 2. Tilboðsskrá (tilboðið er ógilt án þeirra)
- Mat tilboða: 3 dagar
- Tilkynning um val tilboðs: Þegar mat tilboða er lokið
- Biðtíma lokið: 10 dögum eftir tilkynningu um val tilboðs
- Tilkynning um töku tilboðs: Eftir að biðtíma er lokið
- Gildistími tilboða: 12 vikur frá opnun tilboða
Hafa ber í huga að ofangreind tímaáætlun getur tekið breytingum á útboðstíma.
Útboðsform:
Hér er um opið rafrænt útboð eins og lýst er í lögum um framkvæmd útboða nr. 65/1993 og ÍST 30:2012 gr. 1.2.10. Tilboð skulu send tímanlega með tölvupósti á innkaupastjori@reykjanesbaer.is
Útboðsgögn verða tilbúin þriðjudaginn 25.júní n.k. fást afhent ef ósk þar um er send á ofngreint netfang. Vinsamlega takið fram hvaða fyrirtæki óskar eftir gögnum og nöfn starfsmanna sem vinna munu tilboðið ásamt netfangi og símanúmeri þeirra.