Home Fréttir Í fréttum Styttist í verklok á Grensásveginum

Styttist í verklok á Grensásveginum

40
0
Inngarður milli húsanna snýr til suðurs. mbl.is/Baldur

Stefán Á. Magnús­son, fram­kvæmda­stjóri Fast­eigna­fé­lags­ins G1 ehf., seg­ir stytt­ast í verklok á Grens­ás­vegi 1 en fé­lagið hef­ur byggt þar íbúðir og at­vinnu­hús­næði.

<>

„Fram­kvæmd­ir hóf­ust haustið 2020 og er áformað að ljúka öll­um fram­kvæmd­um á svæðinu um næstu ára­mót. Í fyrstu tveim­ur áföng­um verks­ins, Grens­ás­vegi 1d og 1e ann­ars veg­ar og Grens­ás­vegi 1b hins veg­ar, hafa verið seld­ar 85 íbúðir af 91 íbúð og eru því sex full­bún­ar íbúðir óseld­ar á lóðinni.

Stefán Á. Magnús­son. mbl.is/​Bald­ur

Alls 167 íbúðir
Áfangi þrjú, sem inni­held­ur 76 íbúðir á Grens­ás­vegi 1a & 1f, kom í sölu í lok maí og hafa verið seld­ar 18 íbúðir. Af­hend­ing á áfanga þrjú fer fram fyr­ir næstu ára­mót. Áfangi fjög­ur, Grens­ás­veg­ur 1c, hef­ur að geyma 14 íbúðir sem eru ekki komn­ar á sölu.

Þannig að sam­tals hafa verið sett­ar 167 íbúðir á markað og þar af eru seld­ar 103 íbúðir sem sam­svar­ar 62% sölu­hlut­falli. Allri upp­steypu á lóðinni er lokið og er verið að klæða öll hús­in að utan og ganga frá lóð.

Þannig að nýj­um íbúðum sem eru af­hent­ar fyr­ir ára­mót fylg­ir einnig góður frá­gang­ur á lóð,“ seg­ir Stefán en inn­g­arður er á milli hús­anna sem snýr til suðurs.

Lesa má nán­ar um málið í Morg­un­blaðinu á fimmtudag.

Heimild: Mbl.is