Home Fréttir Í fréttum Vinna við að hemja hrauntaumana í beinni

Vinna við að hemja hrauntaumana í beinni

33
0
Í vefmyndavél RÚV á Þorbirni sér yfir varnargarðinn við Sýlingarfell. Vinnuvélar vinna að því að hefta hraunrennsli. Búið er að ýta upp svokölluðum kraga í kringum rennslið, en auk þess var gerður lægri garður enn innar í varúðarskyni. Skjáskot – RÚV

Vefmyndavél RÚV beinist nú að Sýlingarfelli þar sem vinnuhópar halda aftur af hrauntungum sem leka yfir varnargarð. Búið er að ýta upp tveimur lægri görðum innan við.

<>

Vefmyndavél RÚV á Þorbirni hefur nú verið beint að svæðinu þar sem hrauntaumar liggja yfir varnargarð við Sýlingarfell.

Þar sést vel hvar vinnuhópar reisa varnir innan við garðinn sem hraun lekur nú yfir í þremur taumum.

Tveir bráðabirgðagarðar til að halda aftur af flæði
Ari Guðmundsson, verkfræðingur sem leiðir innviðahóp almannavarna, segir í samtali við fréttastofu að náðst hafi að hlaða upp varnarkraga sem heldur aftur af flæðinu.

Skýringarkort yfir staðinn þar sem rennur yfir varnargarðana.
RÚV / Birgir Þór Harðarson

Þá hafi verið ýtt upp lágum varnargarði þar fyrir innan til að eiga inni ef straumurinn kemst inn fyrir.

Ari segir meginmarkmiðið að verja orkuverið í Svartsengi, sem er í um kílómetra fjarlægð frá Sýlingarfelli.

„Þannig að við keppumst að því að reyna að halda í við þetta. Það er sem betur fer heldur rénun í innflæði á hrauni en það getur breyst með stuttum fyrirvara. Þannig að við höldum áfram að reyna að hemja þetta þarna, en við sjáum hvað setur.“

Ari segir aðspurður um hvers sé að vænta ef aftur gýs á svæðinu að eldra hraun virki oft sem vörn gegn nýrri hraunstraumum. Þau muni hins vegar fylgast vel með þróun mála.

Heimild: Ruv.is