Home Fréttir Í fréttum Vona að hafnaryfirvöld nýti skýrsluna

Vona að hafnaryfirvöld nýti skýrsluna

29
0
Goðafoss Eimskip. Ljósmynd/Eimskip

Eim­skip hef­ur birt skýrslu Portwise sem fjallað er um í Morg­un­blaðinu í gær. Sam­kvæmt til­kynn­ingu Eim­skips hafa ráðgjaf­ar Portwise þegar kynnt niður­stöður skýrsl­unn­ar fyr­ir stjórn­end­um Faxa­flóa­hafna.

<>

Í skýrsl­unni kem­ur meðal ann­ars fram að það að veita óháðum rekstr­araðila ein­ok­un­ar­stöðu við Sunda­höfn myndi lækka þjón­ustu­stig og sveigj­an­leika í þjón­ustu við ís­lensk fyr­ir­tæki í inn- og út­flutn­ingi, minnka sam­keppn­is­hæfni virðiskeðjunn­ar til og frá Íslandi ásamt því að vera til þess fallið að hækka kostnað neyt­enda til lengri tíma litið.

„Portwise var falið það verk­efni af Eim­skip að skoða niður­stöður úr skýrslu Drewry og leggja sjálf­stætt og hlut­lægt mat á þær út frá hag­kvæm­asta kosti fyr­ir Faxa­flóa­hafn­ir og ís­lenskt sam­fé­lag. Í skýrslu Portwise kem­ur af­drátt­ar­laust fram að nú­ver­andi fyr­ir­komu­lag hafn­arþjón­ustu, þ.e. samþætt­ing gáma­hafn­ar og vöru­af­greiðslu í sam­keppni, sé það ákjós­an­leg­asta,“ seg­ir í til­kynn­ingu Eim­skips.

Í viðtali við ráðgjafa Portwise í Morg­un­blaðinu í dag gera þeir marg­vís­leg­ar at­huga­semd­ir við for­send­ur Drewry og aðferðarfræði við val á skipu­lags­kost­um. Þannig end­ur­spegli matsþætt­ir til að mynda ekki mark­mið Faxa­flóa­hafna og þeir séu enn frem­ur ekki vegn­ir með til­liti til mik­il­væg­is. Þá sé aðferðarfræðilega rang­ur kvarði notaður við stiga­gjöf sem er til þess fall­inn að skekkja niður­stöður veru­lega.

Eim­skip seg­ist í til­kynn­ingu sinni von­ast til þess að skýrsla Portwise verði höfð til grund­vall­ar í þeirri mik­il­vægu vinnu er varðar framtíðar­skipu­lag Sunda­hafn­ar, enda sé um ríkt hags­muna­mál fyr­ir ís­lenskt at­vinnu­líf og sam­fé­lag að ræða.

Heimild: Mbl.is