Home Fréttir Í fréttum Lokaáfangi framkvæmda á Garðaflöt hafinn

Lokaáfangi framkvæmda á Garðaflöt hafinn

162
0
Framkvæmdir við Garðaflöt 2016

Framkvæmdir á Garðaflöt eru hafnar að nýju eftir vetrartíð. Allt kapp er lagt á að klára þá lagna- og jarðvinnu sem eftir stendur ásamt yfirborðsfrágangi.

<>

Undirbúningsvinna við lagna- og jarðvinnu stendur nú yfir og er stefnt að því að hún byrji í næstu viku (11. – 15. apríl). Vinna við steypta stétt ásamt rennusteini húsmegin á Garðaflöt er langt komin ásamt malbikun. Í kjölfarið verður hægt að byrja á endurnýjun á stétt og rennusteini þeim megin sem aðliggjandi götur koma inn á Garðaflötina.

Áætluð verklok eru í byrjun júní.