Home Fréttir Í fréttum Hjúkrunarheimilið í Árborg verði tilbúið fyrri hluta ársins 2019

Hjúkrunarheimilið í Árborg verði tilbúið fyrri hluta ársins 2019

128
0
Selfoss

Bæjarráð Árborgar hefur skipað þau Ástu Stefánsdóttur og Ara Björn Thorarensen í starfshóp um uppbyggingu hjúkrunarheimilis í Árborg.

<>

Auk þeirra sitja tveir fulltrúar skipaðir af heilbrigðisráðherra í hópnum.

Velferðarráðuneytið og Sveitarfélagið Árborg hafa ákveðið að standa saman að byggingu hjúkrunarheimilis með 50 hjúkrunarrýmum.

Í drögum að samkomulagi um bygginguna sem lagt var fyrir bæjarráð Árborgar í morgun kemur fram að áætlaður heildarkostnaður byggingarinnar, án búnaðar, sé tæplega 1,4 milljarður króna. Skipting kostnaðar milli ráðuneytis og Árborgar verður ákveðin þegar staðsetning hjúkrunarheimilisins liggur fyrir.

Miðað er við að verkleg framkvæmd hefjist á bilinu júlí til september 2017 og að taka megi heimilið í notkun vorið, eða snemmsumars árið 2019.

Þegar ákvörðun um staðsetningu heimilisins liggur fyrir mun heilbrigðisráðherra ákveða hvernig staðið verður að vali á rekstraraðila.

Heimild: Sunnlenska.is