Home Fréttir Í fréttum Leggja til 100 km jarðgöng á höfuðborgarsvæðinu

Leggja til 100 km jarðgöng á höfuðborgarsvæðinu

127
0

Með blöndu af rík­is­fram­lagi og einka­fjár­mögn­un mætti hraða jarðganga­gerð á Íslandi um marga ára­tugi. Jafn­framt tryggja að hægt yrði að aka á lág­lendi um allt Ísland og kom­ast þannig hjá ill­fær­um heiðum og fjall­veg­um, ekki síst að vetr­ar­lagi.

<>

Þetta seg­ir Hol­berg Más­son, formaður Sjálf­stæðis­fé­lags Miðborg­ar og Norður­mýr­ar, en hann er hvatamaður þess að kost­ir slíkr­ar ganga­gerðar eru til skoðunar hjá sér­fræðinga­hópi Sjálf­stæðis­flokks­ins.

Þær hug­mynd­ir hafi verið kynnt­ar á 30 fund­um um land allt í fyrra, þar með talið á fund­um með borg­ar­full­trú­um og þing­mönn­um.

Þær hafi síðan verið lagðar fyr­ir stjórn Varðar og samþykkt­ar og í kjöl­farið verið ákveðið að stofna sér­fræðinga­hóp sem Vil­hjálm­ur Árna­son þingmaður fer fyr­ir. Hóp­ur­inn ein­beiti sér til að byrja með að ganga­gerð á höfuðborg­ar­svæðinu enda telji hann hafa skort á slíka áætlana­gerð.

Vantaði í umræðuna

„Ég hlýddi á umræður um sam­göngu­mál á Reykja­vík­urþingi sem haldið var inn­an Sjálf­stæðis­flokks­ins í Reykja­vík fyr­ir um tveim­ur árum,“ seg­ir Hol­berg.

„Þar var rætt um borg­ar­línu og fleira en mér fannst eins og það vantaði eitt­hvað í umræðuna og fór þá í hug­mynda­vinnu með Ein­ari Hjálm­ari Jóns­syni for­manni Reykja­vík­urþings­ins.

Mér fannst ein­fald­lega eins og það vantaði jarðgöng inn í umræður um sam­göngu­mál á Íslandi og las mér því til um mál­in. Vega­gerðin er með áætl­un um 35 jarðgöng úti á landi sem hún seg­ir að muni taka 85 ár að fram­kvæma miðað við nú­ver­andi áætlan­ir,“ seg­ir Hol­berg.

At­hug­un hafi leitt í ljós að hraða mætti þess­ari upp­bygg­ingu og gott bet­ur og ljúka ganga­gerðinni á 20 árum. Það er að segja gera um 250 km af jarðgöng­um um land allt; 150 km úti á landi og um 100 km á höfuðborg­ar­svæðinu.

Hol­berg seg­ir út­reikn­inga benda til að slík ganga­gerð, alls 250 km, muni kosta um 800 millj­arða króna. Til viðbót­ar hafi hann metið kostnaðinn við að byggja upp kerfi hraðbrauta til og frá höfuðborg­ar­svæðinu með 110 km há­marks­hraða. Áætlaður kostnaður við það sé um 200 millj­arðar og heild­ar­kostnaður því um 1.000 millj­arðar króna.

„Sam­ræður mín­ar við verk­fræðinga benda til að hægt væri að lækka kostnaðinn um 20%, eða um 200 millj­arða, með því að fara í stór útboð í sam­felldri fram­kvæmd.

Lækk­ar í 800 millj­arða

Þá er kostnaður­inn kom­inn niður í 800 millj­arða. Síðasta rekstr­ar­árið hjá Speli í Hval­fjarðargöng­um komu um 40% af tekj­un­um frá er­lend­um ferðamönn­um. Út frá því má ætla að er­lend­ir ferðamenn myndu borga um 300 millj­arða af þess­um 800 millj­örðum og nettó­kostnaður­inn fyr­ir Íslend­inga því verða um 500 millj­arðar,“ seg­ir Hol­berg.

Með því á hann við að fjár­magna megi verk­efnið að hluta með veg­gjöld­um sem er­lend­ir ferðamenn geti greitt til jafns við Íslend­inga á ferð um landið.

Úr smiðju Jóns Gunn­ars­son­ar

Drög að slíku hraðbrauta­kerfi hafa verið til umræðu.

Með því yrði hægt að aka á 110 km hraða frá höfuðborg­ar­svæðinu til Borg­ar­ness, Hvera­gerðis og Reykja­nes­bæj­ar á hraðbraut sem væri tvær ak­rein­ar í hvora átt og að hluta í gegn­um jarðgöng.

Hol­berg seg­ir hug­mynd­ir um nýtt hraðbrauta­kerfi til og frá höfuðborg­ar­svæðinu sótt­ar í smiðju Jóns Gunn­ars­son­ar sem hafi í tíð sinni sem sam­gönguráðherra kynnt slík­ar hug­mynd­ir. Hol­berg seg­ir aðspurður meðal ann­ars miðað við að hægt verði að aka um jarðgöng á Hell­is­heiði, þegar ekið er frá Reykja­vík til Hvera­gerðis, og í jarðgöng­um til Vest­manna­eyja.

Varðandi ganga­gerðina á höfuðborg­ar­svæðinu sé hug­mynd­in að byggja upp nýtt meg­in­stof­næðakerfi þar sem hægt verði að aka um jarðgöng milli hverfa á höfuðborg­ar­svæðinu. Þar með talið jarðgöng und­ir sjó. Þá til dæm­is jarðgöng frá Seltjarn­ar­nesi til Hafn­ar­fjarðar sem liggi að hluta und­ir Álfta­nesið. Með slíku kerfi jarðganga megi hafa meg­inþunga bílaum­ferðar neðanj­arðar og um leið greiða fyr­ir akstri borg­ar­línu í framtíðinni.

Alla leið á lág­lendi

Hvað varðar ganga­gerðina úti á landi sé mark­miðið að hægt verði að aka á lág­lendi hring­inn í kring­um landið. Þar með talið frá höfuðborg­ar­svæðinu til Ísa­fjarðar í fern­um til fimm göng­um, líkt og Guðmund­ur Fer­tram Sig­ur­jóns­son for­stjóri Kerec­is hafi lagt fram hug­mynd­ir um.

„Hug­mynd­in er að fjár­festa í innviðum. Og í staðinn fyr­ir að gera þetta í litl­um áföng­um á 85 árum þá segja verk­fræðing­arn­ir okk­ur að það sé vel raun­hæft að gera þetta á 20 árum. Manni hef­ur orðið hugsað til árs­ins 2044 en þá verður lýðveldið 100 ára. Er það ekki ágæt­is viðmiðun að ljúka verk­inu á þeim tíma?“ spyr Hol­berg og rifjar upp að hring­veg­ur­inn var tek­inn í notk­un 1974. „Það var gjöf Alþing­is til þjóðar­inn­ar að aka mætti hring­inn í kring­um landið,“ seg­ir hann.

For­dæmi úr Hval­f­irði

Hann seg­ir dr. Vil­hjálm Eg­ils­son meðal þeirra sem hafi lagt vinnu sér­fræðinga­hóps­ins lið. Sam­töl Vil­hjálms við full­trúa líf­eyr­is­sjóðanna bendi til að þeir séu áhuga­sam­ir um að skoða hið nýja sam­göngu­kerfi. For­dæmi séu fyr­ir slíkri aðkomu líf­eyr­is­sjóða sem hafi ásamt bönk­un­um fjár­magnað Hval­fjarðargöng­in á sín­um tíma.

„Ég tók þátt í mál­efn­a­starfi Sjálf­stæðis­flokks­ins og var meðal ann­ars í sam­göngu­nefnd 1992 til 1995 en þá var verið að hvetja til þess að Hval­fjarðargöng­in yrðu gerð. Fær­ey­ing­ar komu síðar og skoðuðu göng­in og heilluðust. Þeir hafa síðan gert 26 jarðgöng en ís­lensk­ar verk­fræðistof­ur hafa komið að ganga­gerðinni. Því er öll þekk­ing fyr­ir hendi til að vinna verkið,“ seg­ir Hol­berg.

Heimild: Mbl.is