Home Fréttir Í fréttum 26.04.2024 (SSH) Höfuðborgargirðing – viðhald og eftirlit

26.04.2024 (SSH) Höfuðborgargirðing – viðhald og eftirlit

176
0

Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu (SSH) leita að verktaka til að að sinna viðhaldi og eftirliti á vörslugirðingu höfuðborgarsvæðisins.

<>

Girðingunni er ætlað að verja byggð, útivistar- og skógræktarsvæði fyrir ágangi búfjár en SSH hafa frá upphafi annast rekstur og viðhald hennar.

Fyrirhugað er að gera samning við verktaka um reglubundið eftirlit og tilfallandi viðhald og viðhald samkvæmt árlegum áætlunum.  Um endurnýjun og stærri viðhaldsverkefni verður samið sérstaklega hverju sinni.

SSH óska með verðfyrirspurn upplýsinga um tímaverð í þá vinnu sem lýst er en gert er ráð fyrir að vinna við viðhald og eftirlit að vori, auk reglubundinna skoðana og tilfallandi eftirlits og viðhalds  taki í heildina um 240 tíma á ári.

Á þessu stigi er leitast eftir óbindandi tilboðum.

Upplýsingum um verð og verktaka skal skila eigi síðar en 26. apríl nk. á netfangið ssh@ssh.is.

Frekari fyrirspurnir skal senda á netfangið jon@ssh.is.

Nánari upplýsingar:  Verðfyrirspurn_girðing_viðhald og eftirlit_11042024