Home Í fréttum Framkvæmdir í gangi Bjóða 140 nýjar íbúðir á ári

Bjóða 140 nýjar íbúðir á ári

132
0
Hilmar Ágústsson, framkvæmdastjóri Safírs, sem er eigandi Orkureitsins. mbl.is/Árni Sæberg

Fyrsti áfangi af fjór­um á Orkureitn­um svo­kallaða, A-áfangi, á horni Suður­lands­braut­ar og Grens­ás­veg­ar, fer í sölu á næstu dög­um. Um er að ræða 68 íbúðir í sjö hæða húsi við Suður­lands­braut, vest­an við Orku­húsið.

<>

Tíu íbúðir hafa þegar selst í for­sölu, þar af öll efsta hæðin, að sögn Hilm­ars Ágústs­son­ar fram­kvæmda­stjóra bygg­ing­ar­fé­lags­ins Safírs sem er eig­andi og um­sjón­araðili Orkureits­ins. Íbúðirn­ar 68 verða all­ar af­hent­ir sam­tím­is næsta haust. Stærð þeirra er á bil­inu 38-166 fer­metr­ar.

Verði góður staður

Blaðamaður Morg­un­blaðsins fékk að skoða tölvu­unn­ar mynd­ir og mynd­bönd af fram­kvæmd­inni. Hún er væg­ast sagt vönduð og aðlaðandi, enda er hugað að hverju smá­atriði eins og Hilm­ar fer yfir.

„Það er mikið lagt upp úr því að Orkureit­ur­inn verði góður staður til að búa á. Við leggj­um áherslu á að íbúðir séu bjart­ar með góðum loft­gæðum og vönduðum og um­hverf­is­prófuðum bygg­ing­ar­efn­um auk þess að lóðin sé fal­leg og þjónusti íbú­ana vel.

Við byrj­um með því að setja þess­ar fyrstu 68 íbúðir á markað. Síðan verður næsti áfangi lík­lega sett­ur í sölu í haust. Verklok reits­ins í heild verða í enda árs 2027. Við mun­um þannig bjóða upp á 100-140 nýj­ar íbúðir á hverju ári til árs­ins 2027.“

Sam­tals verða 430 íbúðir í boði, all­ar með aðgang að bíla­stæðahúsi. Tölvu­mynd­ir/​Safír

436 íbúðir á reitn­um

Sam­tals verða 436 íbúðir byggðar á reitn­um. Þeim öll­um fylg­ir aðgang­ur að stóru tveggja hæða bíla­stæðahúsi neðanj­arðar sem verður að hluta til sam­nýtt.

„Það er einnig hægt að fá sér­merkt stæði. Þá fylgja sér­eign­ar­bíl­skúr­ar með sum­um íbúðum.“

Verð íbúða er frá rúm­um 50 millj­ón­um og upp í á annað hundrað m.kr.

„Á Orkureitn­um leggj­um við áherslu á að byggja hag­stæðar en vel út­bún­ar íbúðir með gott skipu­lag og með lág­marks­um­hverf­isáhrif­um.

Deili­skipu­lagið fyr­ir A-áfang­ann bauð upp á litl­ar tveggja og þriggja her­bergja íbúðir fyr­ir fyrstu kaup­end­ur eða minni fjöl­skyld­ur. Þorri íbúðanna í þess­um fyrsta áfanga er því frá 57 fm að stærð og upp í rúma 80,“ út­skýr­ir Hilm­ar.

Hann seg­ir að hús­in á Orkureitn­um verði fjög­ur í allt og séu hönnuð til að mæta þörf­um mis­mun­andi mark­hópa. Til sam­an­b­urðar nefn­ir Hilm­ar að næsti áfangi sem kallaður er áfangi D, átta hæða hús á horni Suður­lands­braut­ar og Grens­ás­veg­ar með 134 íbúðum sem koma í sölu í haust, sé hannaður fyr­ir ann­an mark­hóp en áfangi A.

Potta og gufu­böð er m.a. að finna á úti­svæði þak­í­búða á Orkureitn­um. Tölvu­mynd­ir/​Safír

„Í áfanga D eru íbúðir stærri og fyr­ir fólk með rýmri fjár­ráð. Baðher­bergi eru víðast inn af svefn­her­bergj­um, stofu­rými eru stór, gólf­hiti er í öll­um íbúðum og glugg­ar eru stór­ir og gólfsíðir. Þá er út­sýni mikið frá nær öll­um hæðum. Þar verða íbúðir með þaksvöl­um, pott­um og gufu­böðum og bíl­skúr­um í bíla­stæðahúsi.“

Á jarðhæðum hús­anna er 1.600 fm at­vinnu­hús­næði, sem fast­eigna­fyr­ir­tækið Reit­ir hef­ur fest kaup á. Þar verður lögð áhersla á þjón­ustu við íbúa, eins og hár­greiðslu­stof­ur, veit­inga­hús og kaffi­hús. Þá nýt­ur fólk ná­lægðar við Laug­ar­dal­inn og Skeif­una.

Nán­ar er rætt við Hilm­ar um upp­bygg­ing­una á Orkureitn­um í ViðskiptaMogg­an­um í dag.

Heimild: Mbl.is