Home Fréttir Í fréttum Fyrsta skóflustungan að fimm íbúða raðhúsi Bjargs á Hellu

Fyrsta skóflustungan að fimm íbúða raðhúsi Bjargs á Hellu

80
0
Á myndinni taka fulltrúar Bjargs, SG húsa og Rangárþings ytra fyrstu skóflustungurnar að húsinu. Mynd: Ry.is

Framkvæmdir við 5 íbúða raðhús við Lyngöldu 4 á Hellu eru í þann mund að hefjast og af því tilefni var skóflum stungið í jörð til að marka upphaf framkvæmdanna með formlegum hætti.

<>

Bjarg íbúðafélag stendur fyrir byggingunni í samstarfi við Rangárþing ytra sem hefur fjárfest í verkefninu. SG hús á Selfossi munu sjá um framkvæmdina og stefnt er á að afhenda íbúðirnar í lok þessa árs.

Framlag Rangárþings ytra felst í 12% stofnframlagi sem greiðist með skuldajöfnun gjalda annars vegar og beinum fjármunum hins vegar en heildarupphæðin nemur tæpum 30 milljónum króna.

Á heimasíðu Bjargs kemur fram að „Bjarg íbúðafélag er sjálfseignarstofnun rekin án hagnaðarmarkmiða. Félaginu er ætlað að tryggja tekjulágum einstaklingum og fjölskyldum á vinnumarkaði, sem eru fullgildir félagsmenn aðildafélaga ASÍ eða BSRB, aðgengi að öruggu íbúðarhúsnæði í langtímaleigu. Um er að ræða svokölluð leiguheimili að norrænni fyrirmynd“.

Sveitarfélagið fagnar framkvæmdinni enda er hún skref í átt að því að tryggja sem flestum öruggt íbúðarhúsnæði óháð efnahag og auka fjölbreytni á íbúðamarkaði svæðisins.

Heimild: Ry.is