Home Fréttir Í fréttum Ætla að bjóða hálfs árs fæðingarorlof á fullum launum

Ætla að bjóða hálfs árs fæðingarorlof á fullum launum

76
0
Með samruna Mannvits við COWI verður auðveldara að nýta samlegðaráhrif, sveigjanleiki eykst sem og aðgengi að sérfræðingum COWI. Ljósmynd/Friðrik Ómarsson

Mánu­dag­inn 12. fe­brú­ar nk. breyt­ir ráðgjaf­ar­fyr­ir­tækið Mann­vit nafni sínu og starfar að öllu leyti und­ir vörumerk­inu COWI. Til­kynnt var um kaup COWI á Mann­viti 1. júní á síðasta ári.

<>

COWI er alþjóðlegt ráðgjaf­ar­fyr­ir­tæki með höfuðstöðvar í Dan­mörku. Starfs­menn eru 8.000 að meðtöld­um 280 ein­stak­ling­um á Íslandi. Að staðaldri eru verk­efni fyr­ir­tæk­is­ins um 10.000 víða um heim­inn.

Samruni fyr­ir­tækj­anna tveggja og nafn­breyt­ing­in er næsta skref til vaxt­ar og auk­inn­ar þjón­ustu á Íslandi, eins og Örn Guðmunds­son fram­kvæmda­stjóri COWI á Íslandi út­skýr­ir í sam­tali við Morg­un­blaðið.

Nýta sam­legðaráhrif

Hann seg­ir að með samrun­an­um verði auðveld­ara að nýta sam­legðaráhrif, sveigj­an­leiki auk­ist sem og aðgengi að sér­fræðing­um COWI. Samrun­inn þýðir að sögn Arn­ar að COWI get­ur nú boðið ís­lensk­um viðskipta­vin­um sín­um aukna þjón­ustu, sér­fræðiþekk­ingu sem og auk­inn mann­skap til að vinna verk­efni frá frum­hug­mynd til verkloka.

„Á næstu árum áform­ar COWI að auka starf­semi og um­svif sín á Íslandi með áherslu á helstu styrk­leika sína í innviðum, iðnaði, um­hverf­is­mál­um og end­ur­nýj­an­legri orku. Þessi aukn­ing mun byggj­ast á fjöl­breytt­um verk­efna­grunni, meðal ann­ars á þróun vindorku, á sviði ra­feldsneyt­is, jarðvarma­verk­efna og stærri verk­efna á mann­virkja­sviði.

Tak­markið er að auðvelda enn frek­ar sam­starfið við ís­lenska viðskipta­vini sem snýr meðal ann­ars að þróun miðstöðvar grænna orku­verk­efna fyr­ir ýms­ar at­vinnu­grein­ar og á þann hátt skapa lausn­ir í sam­ein­ingu,“ seg­ir Örn.

Örn Guðmunds­son fram­kvæmda­stjóri COWI á Íslandi. COWI

Hann seg­ir að í kjöl­far nafn­breyt­ing­ar­inn­ar muni COWI setja af stað her­ferð á Íslandi í því skyni að ráða fleiri sér­fræðinga til starfa. Það sé hluti af fyr­ir­hugaðri stækk­un á ís­lenska markaðnum. Um tuga pró­senta fjölg­un mannafl­ans sé að ræða.

Sam­hliða breyt­ingu vörumerk­is­ins verða kynnt­ar nýj­ung­ar fyr­ir starfs­fólk. Þar ber hæst auk­in rétt­indi starfs­fólks í fæðing­ar­or­lofi.

„COWI verður fyrsta verk­fræðistof­an á Íslandi sem býður starfs­fólki í fullu starfi sex mánaða fæðing­ar­or­lof á full­um laun­um,“ seg­ir Örn.

„Ég er sjálf­ur fjög­urra barna faðir og þekki af eig­in raun hversu mik­il­vægt það er að fyr­ir­tæki taki mið af aðstæðum fjöl­skyldu­fólks. Mörg fyr­ir­tæki hafa tryggt for­eldr­um 80% af full­um laun­um í fæðing­ar­or­lofi.

Við mun­um gera bet­ur og bjóða eins og fyrr sagði full laun í sex mánuði, bæði fyr­ir feður og mæður. COWI á að vera fjöl­skyldu­vænn vinnustaður. Þetta von­andi hvet­ur starfs­menn til að taka fæðing­ar­or­lof og það er okk­ar von að sem flest­ir nýti sér þetta tæki­færi,“ seg­ir Örn.

Í lyk­il­hlut­verki

Hann seg­ir að á ár­inu sé út­lit fyr­ir spenn­andi verk­efni hér á landi. „Til dæm­is gegn­um við lyk­il­hlut­verki við bygg­ingu nýja Land­spít­al­ans, upp­bygg­ing borg­ar­lín­unn­ar held­ur áfram auk ým­issa verk­efna tengdra vatns­afls­virkj­un­um.

Það skipt­ir höfuðmáli að þekk­ing sé fyr­ir hendi til að þjón­usta jarðhita- og vatns­afls­verk­efni og raf­orku­flutn­ing. Einnig er vax­andi eft­ir­spurn eft­ir þjón­ustu sem teng­ist vindorku og land­eldi,“ seg­ir Örn.

Hann seg­ir að COWI sé með starf­semi í 35 lönd­um. Þunga­miðjan sé þó á Norður­lönd­um. „Starf­sem­in er dreifð um all­an heim. Við erum með sterka stöðu í Bretlandi, Indlandi, Norður-Am­er­íku og í Asíu. Í Fær­eyj­um og Græn­landi fer verk­efn­um einnig fjölg­andi. Með sam­ein­ing­unni opn­ast mikl­ir mögu­leik­ar á verk­efn­um fyr­ir okk­ar starfs­fólk.“

Örn seg­ir að áhersl­an á sjálf­bærni sé þung hjá COWI. Stefna fyr­ir­tæk­is­ins sé að inn­an fjög­urra ára eigi öll verk­efni á einn eða ann­an hátt að stuðla að sjálf­bærni.

Eins og sagt var frá í Morg­un­blaðinu þegar kaup COWI á Mann­viti voru til­kynnt starfar COWI til að mynda ekki fyr­ir fyr­ir­tæki sem vinna olíu eða gas úr jörðu. Það er hluti af sjálf­bærni­veg­ferð fé­lags­ins.

Spurður að lok­um um viðtök­ur við samrun­an­um seg­ir Örn þær hafa verið góðar. „Viðbrögðin hafa verið mjög já­kvæð. Bæði starfs­menn og viðskipta­vin­ir hafa séð mögu­leik­ana í þessu og við höf­um skýra sýn gagn­vart báðum hóp­um.

Við mun­um nýta tæki­færið núna til að koma nýj­um verk­efn­um af stað og halda áfram með þau sem þegar eru í gangi. Við erum mjög sátt og þakk­lát fyr­ir góðar viðtök­ur,“ seg­ir Örn að end­ingu.

Heimild: Mbl.is