Home Fréttir Í fréttum Unnið að við­gerð og vega­gerð í alla nótt

Unnið að við­gerð og vega­gerð í alla nótt

46
0
Íbúar verða látnir vita um leið og ber til tíðinda af viðgerðum. VÍSIR/RAX

„Þetta gekk vel. Það var tíðindalítið þegar kemur að eldgosinu en það hefur mikil vinna farið fram í nótt,“ segir Hjördís Guðmundsdóttir, samskiptastjóri Almannavarna, um fregnir næturinnar.

<>

„Það var bæði verið að reyna að tengja heitavatnslögnina og svo hefur einnig verið í gangi vinna við vegagerð, það er að segja flóttaveg þarna við hraunið. Þannig að það hafa margir verið að störfum í nótt þrátt fyrir að þetta hafi verið ísköld nótt, má segja.“

Hjördís segist ekki vita til þess að viðbragðsaðilar hafi þurft að aðstoða íbúa á Reykjanesi vegna kulda í húsum.

„Ég hef ekki heyrt af því en það hefur án efa verið ískalt,“ segir hún.

„Við vonum að þetta taki enda og við vitum að þetta tekur enda. Þetta er bara spurning um ákveðna tímalínu og um leið og við vitum meira um það hvernig viðgerðin gekk og hvað er framundan næstu klukkutímana þá látum við íbúa vita. Um leið.“

Heimild: Visir.is