Home Fréttir Í fréttum Eldur í vinnuvél á Stokkseyri

Eldur í vinnuvél á Stokkseyri

120
0
Ljósmynd/Brunavarnir Árnessýslu

Eldur kom upp í traktorsgröfu sem var í snjómokstri á Eyrarbraut á Stokkseyri laust eftir klukkan 20 í gærkveldi.

<>

Ökumaðurinn náði að forða sér út og hann, ásamt varðstjóra slökkviliðsins sem var fyrstur á staðinn, hélt eldinum í skefjum með slökkvitæki þar til slökkvilið og viðbragðsaðila frá Selfossi bar að garði.

Að sögn Péturs Péturssonar, slökkviliðsstjóra Brunavarna Árnessýslu, er grafan stórskemmd. „Það logaði mest inni í stýrishúsinu og hefur líklegast kviknað í út frá glussaleka eða einhverju slíku.

Það gekk greiðlega að ráða niðurlögum eldsins en tjónið á vélinni er mikið,“ sagði Pétur í samtali við sunnlenska.is.

Heimild: Sunnlenska.is