Home Fréttir Í fréttum Danska ríkið kynnir „nýja tegund“ húsnæðislána

Danska ríkið kynnir „nýja tegund“ húsnæðislána

30
0
Ljósmynd: epa

Mark­miðið er að lækka mánaðar­lega greiðslu­byrði, einkum hjá fyrstu kaup­endum, en út­færslan mun í reynd ná til allra lán­taka.

Danska ríkis­stjórnin hyggst leyfa af­borgun á íbúðalánum í allt að 40 ár sem hluta af víðtækum húsnæðisað­gerðum fyrir sveitar­stjórna­kosningar 18. nóvember.

Mark­miðið er að lækka mánaðar­lega greiðslu­byrði, einkum hjá fyrstu kaup­endum, en út­færslan mun í reynd ná til allra lán­taka.

Sam­kvæmt drögunum verða 40 ára lán byggð á 30 ára skulda­bréfum. Það þýðir að mánaðar­leg greiðsla verður lægri en í 30 ára láni en eftir­stöðvar verða þó til staðar við lok lánstímans ef lánið er ekki greitt hraðar niður.

Menningar- og við­skiptaráðherrann Jakob Engel-Schmidt segir að með þessu fái fyrstu kaup­endur „for­skot“ inn á markaðinn.

„Lægri greiðslu­byrði núna en hækkar verð til lengri tíma“
Carl-Johan Dal­ga­ard, pró­fessor í hag­fræði við Kaup­manna­hafnar­háskóla, telur að að­gerðin muni ekki ná mark­miði sínu.

Reynslan bendi til þess að lengri lánstímar ýti undir hærra húsnæðis­verð, þannig að heildar­greiðslu­byrði breytist lítið til lengri tíma.

Hann óttast ekki bólu í kjölfarið, en segir að aukin verðmæti renni til þeirra sem þegar eiga.

Núverandi eig­endur hagnist á hækkandi verði á meðan inn­ganga nýrra kaup­enda verður erfiðari.

Ríkis­stjórnin hyggst jafn­framt breyta reglum um greiðslu­mat.

Til­laga liggur fyrir um að lán­veit­endur geti metið tekjur til framtíðar, til dæmis hjá meistara­nemum, í stað þess að styðjast ein­göngu við núverandi tekjur. Mark­miðið er að gera fleiri hæfa til láns, sam­hliða lengri af­borgun.

Að­gerðirnar koma í skugga mikillar hækkunar íbúða­verðs í höfuð­borginni.

Verð á íbúðum í Kaup­manna­höfn hefur hækkað um 20% á einu ári og húsnæði er sam­kvæmt könnunum stærsta kosninga­málið þar.

Ríkis­stjórnin ætlar að hækka kostnaðarþak við byggingu félags­legs húsnæðis. Kostnaðarþakið er nú um 25 þúsund danskar krónur á m² á höfuð­borgar­svæðinu, sem samvarar um 490 þúsund íslenskar krónur á m² , til að flýta verk­efnum.

Þá á að breyta skipu­lagslögum þannig að sveitarfélög geti krafist allt að 25% eignaríbúða í nýjum íbúða­hverfum til að auka fram­boð eig­endaíbúða, sér­stak­lega í Kaup­manna­höfn.

Heimild: Vb.is