Home Fréttir Í fréttum 468 milljóna gjaldþrot starfs­manna­leigu

468 milljóna gjaldþrot starfs­manna­leigu

168
0
Mynd tengist frétt ekki beint. Ljósmynd: Eggert Jóhannesson

Samkvæmt síðasta ársreikningi átti einn aðili allt hlutafé.

Skipta­lokum Hand­afls ehf. er lokið og var 468 milljónum króna lýst í þrota­búið. Sam­kvæmt síðasta árs­reikningi félagsins var til­gangur þess við­skiptaráðgjöf og starfs­manna­leiga.

Skiptum lauk með út­hlutunar­gerð úr þrota­búinu, en sam­kvæmt henni greiddust veðkröfur fyrir tæpar 14 milljónir og for­gang­skröfur fyrir 52 milljónir. Ekkert fékkst greitt upp í al­mennar og eftir­stæðar kröfur.

Sam­kvæmt síðasta árs­reikningi félagsins sem birtist vorið 2018 var tæp­lega 40 milljóna króna hagnaður af rekstri félagsins. Eignir voru bók­færðar á 212 krónur og var fjöldi árs­verka 170. Skuldir voru sam­tals 147 milljónir króna.

Heildar­launa­kostnaður fyrir­tækisins nam 1,2 milljörðum árið 2017.

Sam­kvæmt árs­reikningnum átti félagið 2,9% hlut í nýsköpunar­fyrir­tækinu Via Health.

Georg Georgiou var eig­andi alls hluta­fjár í árs­lok 2017.

Heimild: Vb.is