Home Fréttir Í fréttum Borgarbyggð leyfir íbúðarhús og atvinnurekstur í dreifbýli

Borgarbyggð leyfir íbúðarhús og atvinnurekstur í dreifbýli

87
0
Breyting á aðalskipulagi Borgarbyggðar á að gera landeigendum í Borgarfirði kleift að sækja um leyfir fyrir uppbyggingu íbúðahúsa og atvinnureksturs á landi sem ekki telst gott ræktanlegt land. RUV.IS – Jóhannes Jónsson

Breyting á aðalskipulagi Borgarbyggðar á að auðvelda uppbyggingu íbúðarhúsa og atvinnureksturs á lögbýlisjörðum. Gott ræktanlegt land á þó enn að nýta undir matvælaframleiðslu.

<>

Breyting á aðalskipulagi Borgarbyggðar á að liðka fyrir fjölbreyttari atvinnurekstri og búsetuformum í sveitarfélaginu, segir sveitarstjóri Borgarbyggðar. Sveitarfélagið er með stærri sveitarfélögum landsins að flatarmáli.

Svar við óskum íbúa

Til stendur að breyta landbúnaðarkaflanum í aðalskipulagi Borgarbyggðar. Stefán Broddi Guðjónsson, sveitarstjóri í Borgarbyggð, segir breytinguna vera svar við óskum íbúa um fjölbreyttara líf og starf.

„Við fáum reglulega beiðnir frá íbúum, landeigendum bændum og þeim sem eru að huga að búsetu, hugmyndir og tillögur að breytingu á nýtingu lands. til að mynda uppbyggingu á íbúðarhúsnæði, nettum atvinnurekstri og fleira.“

Gott ræktanlegt land áfram nýtt til landbúnaðar

Í núverandi aðalskipulag frá 2010 kemur fram að nauðsynlegt hafi þótt að takmarka uppbyggingu á lögbýlisjörðum meðal annars til að tryggja að gott ræktanlegt land yrði áfram nýtt til matvælaframleiðslu.

Stefán Broddi segir aðrar aðstæður núna en þegar síðasta aðalskipulag var samþykkt fyrir liðlega áratug. „Nú hafa samgöngur auðvitað stórbatnað og fyrirhugað er að samgöngur batni enn frekar, til dæmis við höfðubrogarsvæðið. fjarskipti hafa stórbatnað. Svo auðvitað þurfum við ekki annað en að rifja upp COVID sem hefur breytt töluvert mikið hvernig fólk er að nálgast vinnu.“

Stíga varlega til jarðar til að tryggja fæðuöryggi

Stefán segir að aðalskipulagið eigi að vinna með fólki en ekki reisa hindranir. Þróunin sé hagfelld fyrir bændur, íbúa og atvinnulíf. Þó aðalskipulag gefi nú færi á uppbyggingu íbúðahúsa og atvinnurekturs á lögbýlisjörðum sé slíkt þó enn skilyrðum og leyfisveitingum háð.

„Við erum auðvitað mjög gott landbúnaðarland og vinnum þar af leiðandi að einhverju leyti að matvælaframleiðslu og til að tryggja fæðuöryggi í landinu þannig að við reynum samt að stíga varlega til jarðar.“

Heimild: Ruv.is