Home Í fréttum Framkvæmdir í gangi Bolungavík: Framkvæmdir hafnar við Lundahverfi

Bolungavík: Framkvæmdir hafnar við Lundahverfi

20
0
Mynd: BB,is

Á laugardaginn hófust framkvæmdir við nýtt íbúðahverfi , Lundahverfi, í Bolungavík. Sigríður Hulda Guðbjörnsdóttir, formaður bæjarráðs tók fyrstu skóflustunguna með verklegri skurðgröfu.

Verktaki er Þotan ehf sem bauð 289 m.kr. í verkið, gatna- og lagnagerð í hverfinu. Að sögn Sigríðar er búið að úthlutan 46 lóðum af 50 sem eru í hverfinu. Um er að ræða einbýli, raðhús og parhús og umsækjendur eru bæði einstaklingar og fjárfestar sem hyggjast byggja og selja.

Sigríður sagði að verktakinn færi nú á fullt við verkið og vonir stæðu til þess að hægt væri að hefja framkvæmdir við íbúðarhúsin í vor.

Íbúum hefur fjölgað í Bolungavík síðustu árin og er nú skortur á íbúðarhúsnæði. Samkvæmt íbúðaspá fyrir sveitarfélagið fyrir árin 2024 – 2028 er þörfin frá 40 íbúðum upp í 105 eftir því við hvaða íbúafjölgun er miðað í spánni. Sé miðað við miðspá mun þurfa að byggja 134 íbúðir fram til ársins 2030, eða á næstu 5 árum.

Heimild: BB,is