
Verktakafyrirtækið Þ.S. Verktakar hagnaðist um 238 milljónir króna á árinu 2022, en félagið hefur hagnast um samtals 1,5 milljarða króna á síðustu sex árum.
Verktakafyrirtækið Þ.S. Verktakar, sem starfar við ýmis verkefni sem tengjast m.a. vegagerð og annarri jarðvinnu, hagnaðist um 238 milljónir króna á árinu 2022.
Félagið, sem starfar á Norðausturlandi, hefur skilað góðum hagnaði á síðustu árum. Þannig nemur samanlagður hagnaður félagsins á síðustu sex árum tæplega 1,5 milljörðum króna.

Þá hefur velta félagsins aukist jafnt og þétt í gegnum árin, og nam hún 908 milljónum króna á árinu 2022. Félagið er í 51% eigu Þrastar Stefánssonar, stofnanda fyrirtækisins, og í 49% eigu eiginkonu hans, Guðnýjar Margrétar Hjaltadóttur.
Heimild: Vb.is