Home Fréttir Í fréttum Viljayfirlýsing um byggingu íbúða við Flúðabakka

Viljayfirlýsing um byggingu íbúða við Flúðabakka

149
0
Viljayfirlýsing handsöluð. F.v.: Zophonías Ari, Hermann Arason, Guðmundur Haukur Jakobsson, Sigurður Örn Ágústsson og Auðunn Steinn Sigurðsson. Mynd: Húnabyggð

Húnabyggð hefur skrifað undir viljayfirlýsingu um byggingu átta íbúða við Flúðabakka og eru þær hugsaðar fyrir fólk 60 ára og eldra.

<>

Í fyrsta áfanga verða gerðar fimm íbúðir og er áætlað að framkvæmdir hefjist sem fyrst, að því er segir á facebooksíðu Húnabyggðar.

Þar kemur fram að fyrirtækið sem ætlar að sjá um verkefnið sé í eigu Húnvetninganna Sigurðar Arnar Ágústssonar og Hermanns Arasonar.

Heimild: Huni.is