
Húnabyggð hefur skrifað undir viljayfirlýsingu um byggingu átta íbúða við Flúðabakka og eru þær hugsaðar fyrir fólk 60 ára og eldra.
Í fyrsta áfanga verða gerðar fimm íbúðir og er áætlað að framkvæmdir hefjist sem fyrst, að því er segir á facebooksíðu Húnabyggðar.
Þar kemur fram að fyrirtækið sem ætlar að sjá um verkefnið sé í eigu Húnvetninganna Sigurðar Arnar Ágústssonar og Hermanns Arasonar.