Home Fréttir Í fréttum Skoða útfærslu á nettari og jafnvel upphitudum biðskýlum

Skoða útfærslu á nettari og jafnvel upphitudum biðskýlum

140
0
Fyrstu tillögur að útliti nýrrar jöfnunarstöðvar við Glerá, norðan Glerártorgs eru tilbúnar.

Haldið verður áfram að endurnýja biðskýli Strætisvagna Akureyrar á næstu árum, þau sem orðin eru mjög léleg eða jafnvel ónýt en verið er að vinna að endurnýjunarlista fyrir næstu þrjú ár.

<>

Verið er að skoða úrfærslur á m.a. nettari skýlum og upphituðum skýlum í samræmi við umhverfis- og loftslagsstefnu Akureyrarbæjar.

Meðal staða sem hugað er að nú eru á Hjalteyrargötu við Grenivelli, í Skarðshlíð við Bogann og við Heilsugæslustöðina í Sunnuhlíð, á Naustabraut við Davíðshaga og Nonnahaga, á Kjarnagötu við Jóninnuhaga, Geirþrúðarhaga, leikskólann Naustatjörn og við Davíðshaga, í Smárahlíð við Seljahlíð, við Norðurtorg verslunarmiðstöðina, við Hringteig og á Dalsbraut við Klettaborg.

Vinna er hafin við að hanna breytingu á tveimur biðstöðvum í Merkigili sunnan við Giljaskóla.

Til stendur að færa biðskýli sem staðsett eru neðan Kiðagils ofan við gatnamótin til að auka öryggi gangandi vegfarenda.

Áætlað er að framkvæmdir við breytingarnar hefjist á vordögum 2024.

Jöfnunarstöð við Glerá norðan við Glerártorg – frumdrög.

Til stendur að færa jöfnunarstöð SVA úr miðbænum, Hofsbót, við Glerá norðan Glerártorgs og er unnið við að hanna biðstöð ásamt starfsmannaaðstöðu og aðlaga að umhverfinu.

Staðsetningin er góð og myndi gjörbreyta aðstöðu vagnstjóra og viðskiptavina SVA. Þetta kemur fram í minnisblaði sem var til umfjöllunar hjá umhverfis- og mannvirkjaráði bæjarins á dögunum.

Heimild: Vikudagur.is