Home Í fréttum Framkvæmdir í gangi Bílastæðahús rísa við spítalann

Bílastæðahús rísa við spítalann

152
0
Nýi bílakjallarinn verður við nýjan meðferðarkjarna. Bílastæðahús er einnig í smíðum. Skjáskot/Youtube

Búið er að steypa um helm­ing­inn af ann­arri gólf­plötu af þrem­ur í nýj­um bíla­stæðakjall­ara við nýj­an meðferðar­kjarna Land­spít­al­ans.

<>

Hér fyr­ir ofan má sjá loft­mynd af stöðu verks­ins sem tek­in var með dróna í fyrra­dag. ÞG Verk varð hlut­skarp­ast í útboði vegna bíla­stæðakjall­ar­ans og voru samn­ing­ar und­ir­ritaðir 12. júní sl.

Þor­vald­ur Giss­ur­ar­son, for­stjóri ÞG Verks, seg­ir verklok áformuð 30. sept­em­ber á næsta ári. Um 7.000 rúm­metr­ar af steypu fari í verkið eða álíka mikið og í 100 íbúða fjöl­býl­is­hús.

Sjö millj­ón­ir á bíla­stæði
Kostnaður við verkið er um 1.400 millj­ón­ir króna að viðbætt­um virðis­auka­skatti. Um 200 bíla­stæði verða í hús­inu og kost­ar hvert stæði því um sjö millj­ón­ir að viðbætt­um virðis­auka­skatti.

„Þetta er mikið steypu­virki en húsið er mun ramm­gerðara en venja er. Þess­ar bygg­ing­ar all­ar sam­an eru sterk­byggðar m.t.t. jarðskjálfta­álags og slíkra þátta,“ seg­ir Þor­vald­ur um bíla­kjall­ar­ann og ná­læg mann­virki nýja Land­spít­al­ans.

Hann verður á tveim­ur hæðum og verður inn­keyrsl­an hjá girðing­unni sem nú skil­ur milli fram­kvæmda­svæðis­ins og aðliggj­andi bíla­stæða of­anj­arðar.

Nán­ar er fjallað um málið í Morg­un­blaðinu í dag.

Heimild: Mbl.is