Home Í fréttum Framkvæmdir í gangi Alls 58 íbúðir í byggingu og 50 umsóknir í Vestmannaeyjum

Alls 58 íbúðir í byggingu og 50 umsóknir í Vestmannaeyjum

86
0
Mynd: Eyjar.net

Samtals 60 þúsund fermetrar af atvinnuhúsnæði á næstu árum:

<>

Í dag eru 58 íbúðir í byggingu í Vestmannaeyjum, 38 í fjölbýli, tíu í rað- og parhúsum og tíu í einbýli. Fimmtán íbúðir hafa verið teknar í notkun það sem af er ári og um 50 eru í umsóknarferli.

Þetta kemur fram í svari Sigurðar Smára Benónýssonar, byggingafulltrúa Vestmannaeyjabæjar.

Fyrirtæki í bænum eru líka í miklum framkvæmdum og þar er laxeldisfyrirtækið Laxey stórtækast.

Í botni Friðarhafnar er í byggingu 13.000 fm seiðaeldisstöð þar sem áætlað er að seiðaeldisstöðin sjálf verði á um 8500 fm.

Framkvæmdir Laxeyjar í Viðlagafjöru eru einnig komnar í gang. Á næstu árum má gera ráð fyrir að byggðir verða rúmlega 40.000 fm í kerjum og atvinnuhúsnæði tengt starfseminni.

Vinnslustöðin er komin í gang með endurbyggingu mannvirkja við fiskimjölsverksmiðju félagsins. Um er að ræða niðurrif á þró og uppbyggingu á sama svæði þar sem verða vinnslusalur, hreinsistöð og lager.

Samtals telur framkvæmdin um 5000 nýja fermetra í atvinnuhúsnæði.

Í byrjun árs tók Ísfélagið  í notkun 2000 fm hrognavinnsluhús á lóð fyrirtækisins við Strandveg 14, FES, fiskimjölsverksmiðju.

Á lóðinni Kleifar 3A, inni á Eiði hefur RibSafari byggt 810 fm atvinnu- og geymsluhúsnæði. Gert er ráð fyrir að mannvirkið geti hýst alla báta sem fyrirtækið gerir út.

Þá er að rísa bílaþvottastöð við Tvistinn við Faxastíg og myndarlegt iðnaðarhúss við Flatir 16.

Heimild: Eyjar.net