Home Fréttir Í fréttum Vilja byggja á bensínstöðvarlóð

Vilja byggja á bensínstöðvarlóð

163
0
Bensínstöðin sjálf er lítið mannvirki en lóðin er stór og mun rúma fjölda íbúða þegar uppbygging hefst. mbl.is/sisi

Skipu­lags­full­trúa Reykja­vík­ur barst ný­lega fyr­ir­spurn um mögu­lega upp­bygg­ingu íbúðar­hús­næðis á lóð bens­ín­stöðvar í Stóra­gerði 40, sem er ná­lægt Háa­leit­is­braut og Brekku­gerði.

<>

Skipu­lags­full­trú­inn tók já­kvætt í er­indið en var jafn­framt með nokkr­ar at­huga­semd­ir og ábend­ing­ar varðandi gerð deili­skipu­lags fyr­ir reit­inn.

Eins og fram hef­ur komið hér í blaðinu hef­ur það verið stefna Reykja­vík­ur­borg­ar að fækka bens­ín­stöðvum í þétt­býli. Gengið var til samn­inga við olíu­fé­lög­in um upp­bygg­ingu á bens­ín­stöðvar­lóðum.

Á dög­un­um birt­ist í blaðinu frétt um áform um upp­bygg­ingu á lóð bens­ín­stöðvar Olís á mót­um Eg­ils­götu og Snorra­braut­ar.

Á lóðinni Stóra­gerði 40 er bens­ín­stöð N1, áður Esso. Lóðin er 2.065 fer­metr­ar að stærð.

Hug­mynd arki­tekt­anna að ný­bygg­ing­um við Stóra­gerði 40. Tölvu­mynd/​DAP

Það var arki­tekta­stof­an DAP sem sendi fyr­ir­spurn um breyt­ingu á deili­skipu­lagi fyr­ir hönd lóðar­haf­ans, sem er Festi ehf. Hinn 27. maí 2021 gerðu Festi og Reykja­vík­ur­borg með sér samn­ing um fækk­un bens­ín­stöðva og upp­bygg­ingu á lóðinni.

Í samn­ingn­um kem­ur meðal ann­ars fram að Fé­lags­bú­staðir hafi kauprétt á 5% íbúða í hús­un­um á lóðinni og að kvöð sé að 20% íbúða skuli vera leigu­íbúðir, stúd­enta­í­búðir, leigu­íbúðir Fé­lags­bú­staða hf, bú­setu­rétta­r­í­búðir og/​eða íbúðir fyr­ir aldraða.

Nán­ar er fjallað um málið í Morg­un­blaðinu í dag.

Heimild: Mbl.is