Home Í fréttum Framkvæmdir í gangi Vinna við garðskála á Grund gengur vel

Vinna við garðskála á Grund gengur vel

144
0
Mynd: Dvalaras.is

Nú er búið að steypa upp alla veggi garðskálans á Grund og verið að undirbúa uppsetningu límtrésbita í þakið.

<>

Þá er verið að slá upp mótum fyrir loftaplötu sem kemur á tengibygginguna og yfir tæknirýmið ásamt sökklum fyrir tæknirýmið.

Verið er að slá upp stoðveggjum sem halda utan um hjólastólabraut upp úr garðinum og upp á efri hluta garðsins.

“Þetta er nokkuð flókið verkefni við þröngar aðstæður þar sem margir þurfa að vinna í takt og hliðra til fyrir hvor öðrum” segir Hlynur Rúnarsson sviðsstjóri fasteignasviðs Grundarheimilanna.

“Þetta á við t.d. um pípara, rafvirkja, verktaka við jarðvinnu og fleiri en þetta eru góðir hópar og vinnst bara nokkuð vel miðað við aðstæður.”

Hlynur segir að búið sé að fjarlægja gróður sem á að endurnýja síðar. Hugsanlega verður veggurinn við Hringbraut steyptur ef veður leyfir næstu mánuðina.

Heimild: Dvalaras.is