Home Í fréttum Framkvæmdir í gangi Fram­kvæmd­ir við Skar­hóla­braut í Mosfellsbæ

Fram­kvæmd­ir við Skar­hóla­braut í Mosfellsbæ

201
0
Mynd: Google Street View

Nú standa yfir fram­kvæmd­ir við veitu­lagn­ir við Skar­hóla­braut.

<>

Um er að ræða lagn­ingu hol­ræsa­lagna, vatns- og hita­veitu og lagn­ingu stofn­lagn­ar vatn­veitu frá dælu­skúr við slökkvi­stöð að teng­istað við Desja­mýri.

Til­gang­ur­inn er að gera lóð­ina Skar­hóla­braut 3 (ofan slökkvi­stöðv­ar) bygg­ing­ar­hæfa .

Gert er ráð fyr­ir því að fram­kvæmd­ir í kring­um slökkvi­stöð ljúki um miðj­an októ­ber og vinna við stofn­lögn að Desja­mýri ljúki í byrj­un nóv­em­ber.

Beðist er vel­virð­ing­ar á þeirri rösk­un sem þess­ar fram­kvæmd­ir kunni að valda og eru íbú­ar beðn­ir um að sýna fram­kvæmdarað­il­um til­lits­semi og þol­in­mæði.

Heimild: Mosfellsbaer.is