Nú standa yfir framkvæmdir við veitulagnir við Skarhólabraut.
Um er að ræða lagningu holræsalagna, vatns- og hitaveitu og lagningu stofnlagnar vatnveitu frá dæluskúr við slökkvistöð að tengistað við Desjamýri.
Tilgangurinn er að gera lóðina Skarhólabraut 3 (ofan slökkvistöðvar) byggingarhæfa .
Gert er ráð fyrir því að framkvæmdir í kringum slökkvistöð ljúki um miðjan október og vinna við stofnlögn að Desjamýri ljúki í byrjun nóvember.
Beðist er velvirðingar á þeirri röskun sem þessar framkvæmdir kunni að valda og eru íbúar beðnir um að sýna framkvæmdaraðilum tillitssemi og þolinmæði.
Heimild: Mosfellsbaer.is