Eykt ehf vinnur að hönnun og framkvæmd bílastæða- og tæknihúss í suðvestur hluta lóðar Landspítalans.
Verkið fór hægt af stað en góður gangur hefur verið í verkinu á undanförnum mánuðum og farið er að sjást í húsið rísa upp úr djúpum grunninum.

Uppsteypa kjallarahæða er nú að mestu lokið og verið er að járnabinda og undirbúa steypun á innkeyrsluhæð bílastæðahluta hússins.
Heimild: NLSH ohf.