Home Fréttir Í fréttum Markaðurinn tryggi ekki félagslegt réttlæti

Markaðurinn tryggi ekki félagslegt réttlæti

54
0
Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra er staðráðinn í því að framkvæmdir við Sundabraut hefjist árið 2026. mbl.is/Hákon Pálsson

fastei, formaður Fram­sókn­ar­flokks­ins, hyggst kynna fyrstu hús­næðis­stefn­una fyr­ir Ísland í októ­ber. Þetta kom fram á opn­um fundi Fram­sókn­ar um hús­næðis- og sam­göngu­mál á höfuðborg­ar­svæðinu sem hófst á Grand Hót­el klukk­an fimm nú síðdeg­is.

<>

Í hús­næðis­stefn­unni verður meðal ann­ars lögð áhersla á fjöl­breytt fram­boð hús­næðis og á það að vera tryggt með auk­inni þátt­töku líf­eyr­is­sjóða í upp­bygg­ingu, lögð auk­in áhersla á upp­bygg­ingu á lands­byggðinni, reynt að tryggja skil­virk­ari stjórn­sýslu með því að út­rýma flösku­háls­um og að halda áfram með hlut­deild­ar­lán.

Sig­urður seg­ir mik­il­vægt að tryggja hús­næði fyr­ir alla óháð efna­hag og sagði meðal ann­ars að hið op­in­bera þyrfti að stíga inn í þar sem við á.

„Markaður­inn einn og sér get­ur ekki tryggt fé­lags­legt rétt­læti,“ sagði Sig­urður á fund­in­um.

Lilja Dögg Al­freðsdótt­ir og Sig­urður Ingi Jó­hanns­son. mbl.is/Á​rni Sæ­berg

Fram­kvæmd­ir við Sunda­braut
Sig­urður kvaðst einnig bjart­sýnn á að fram­kvæmd­ir við Sunda­braut geti haf­ist árið 2026 og að hún tek­in í notk­un árið 2031. Verkið yrði boðið út árið 2025. Sú fram­kvæmd er áætluð kosta 80 millj­arða. Verkið er að svo stöddu ekki full­fjár­magnað en sagði Sig­urður mik­il­vægt að ráðast í fram­kvæmd­ir.

„Eig­um við að bíða eft­ir því að við höf­um efni á því? Eig­um við að bíða í önn­ur 45 ár?” sagði hann kím­inn, staðráðinn í því að fram­kvæmd­ir myndu hefjast árið 2026.

Frum­mæl­end­ur á fund­in­um eru:

Sig­urður Ingi Jó­hanns­son, innviðaráðherra og formaður Fram­sókn­ar

Lilja Dögg Al­freðsdótt­ir, menn­ing­ar- og viðskiptaráðherra og vara­formaður Fram­sókn­ar

Dr. Ólaf­ur Mar­geirs­son, hag­fræðing­ur.

Ein­ar Þor­steins­son, formaður borg­ar­ráðs Reykja­vík­ur

Al­dís Stef­áns­dótt­ir, bæj­ar­full­trúi í Mos­fells­bæ

Fund­ar­stjóri er Ágúst Bjarni Garðars­son þingmaður Fram­sókn­ar.

Heimild: Mbl.is