Home Í fréttum Framkvæmdir í gangi Stefnt að því að steypa nýjar kirkjutröppur fyrir veturinn

Stefnt að því að steypa nýjar kirkjutröppur fyrir veturinn

107
0
Mynd: Akureyri.is

Stórum hluta undirbúnings fyrir uppsteypu á kirkjutröppunum er lokið en þegar mokað var frá efsta vegg gömlu snyrtinganna kom í ljós að steypa þurfti utan á vegginn að hluta áður hægt væri að bræða vatnsvörn á hann, einangra og leggja drenlagnir.

<>

Nú er unnið að vatnsþéttingu og lagningu drenlagna og öðrum frágangi á veggnum. Reiknað er með að í þessari viku ljúki vinnu við þennan vegg og þar með verður hægt að fara í uppbyggingu á nýjum tröppum á efra svæðinu.

Mynd: Akureyri.is

Á neðra svæðinu er unnið að nauðsynlegum viðgerðum á þaki gömlu snyrtinganna áður en vatnsvörn verður komið þar fyrir svo hægt sé að fara í uppsteypu á tröppunum þar.

Þá er lokið umfangsmiklum framkvæmdum við landmótun við göngustíginn frá kirkjutröppunum að Sigurhæðum, bæði fyrir ofan hann og neðan. Það svæði er nú tilbúið fyrir þökulagningu og verður allt annað að fara þar um enda var gamli stígurinn afar illa farinn og lá við að hann gæti talist hættulegur á köflum.

Mynd: Akureyri.is

Þrátt fyrir nokkrar tafir á framkvæmdum þá miðar þeim vel. Stefnt er að því að ljúka uppsteypu á nýjum kirkjutröppum fyrir veturinn en líming á granítskífum á þrepin og fullnaðarfrágangur gætu frestast til vors.

Vinnu við uppsteypu á tröppunum verður haldið áfram fram á haustið eins og veður og aðstæður leyfa.

Heimild: Akureyri.is