Home Í fréttum Framkvæmdir í gangi Sprengingar vegna vinnu í Áslandi 4

Sprengingar vegna vinnu í Áslandi 4

185
0

Framkvæmdir standa yfir í Áslandi 4 sem er nýjasta uppbyggingarsvæðið í Hafnarfirði. Fyrirhugað er að sprengja á svæðinu föstudaginn 18. ágúst. Verið er að sprengja á miðju verksvæðinu og næst Ásvallabrautinni.

<>

Ef ekki næst að klára á föstudag verða mun framkvæmdin halda áfram á mánudag. Það er fyrirtækið Grafa og grjót sem sér um framkvæmdina.

Nánar um Ásland 4

Ásland 4 er íbúðahverfi í framhaldi af hverfum beggja vegna, þ.e. Ásland 3 og nýjum íbúðahverfum í Skarðshlíð og Hamranesi.

Svæðið markast af Ásfjalli með Mógrafarhæð sem stingst inn í svæðið frá norðri, íbúðarbyggð Áslands 3 í norðaustri, Ásvallabraut í austri og suðri og nýrri íbúðabyggð í Skarðshlíð og Hamranesi í vestri.

Heimild: Hafnarfjordur.is