Það þurfti 120 steypubíla til að koma með steypu í 3/4 af botnplötu nýbyggingar við Fjörð í miðbæ Hafnarfjarðar að sögn Guðmundar Bjarna Harðarsonar, framkvæmdastjóra 220 Fjarðar, sem byggir húsið.
Í plötuna fóru 120 tonn af steypustyrktarstáli en platan er 70 cm þykk sem talið er nauðsynlegt vegna þess að sjávarfalla gætir þarna.
Steypt var sl. mánudag og gekk vinna mjög vel og var aðeins á undan áætlun en GG verk bauð lægst í verkið.
Botnplatan er undir bílakjallaranum. Þegar lokið er við að steypa botnplötuna tekur við uppsteypa á burðarveggjum en á þeim hvílir svo gólf verslunarhæðarinnar sem mun tengja Fjörð við Strandgötuna.
Heimild: Fjarðarfrettir.is