Hjónin Gylfi Þór Sigurðsson og Alexandra Helga Ívarsdóttir keyptu lóðina árið 2020.
Knattspyrnumaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson og Alexandra Helga Ívarsdóttir hafa sett lóð sína við Mávanes 5 á Arnarnesinu í Garðabæ á sölu.
Um 1.400 fermetra lóð með útsýni yfir Arnarnesvoginn og Sjálandshverfið í Garðabæ. Heimilt er að byggja 600 fermetra hús á lóðinni.
Hjónin keyptu lóðina í júlí 2020 og var kaupverðið 140 milljónir króna.

Samkvæmt heimildum Viðskiptablaðsins er verið að leita eftir kaupverði upp undir 250 milljónum króna fyrir lóðina í dag.
Heimild: Vb.is