Home Fréttir Í fréttum Kaupverð óbreytt þrátt fyrir aukinn kostnað

Kaupverð óbreytt þrátt fyrir aukinn kostnað

129
0
Er tilkynnt var um kaup ríkisins á norðurhúsi Landsbankahússins kom fram að ríkissjóður greiddi 4,6 milljarða króna fyrir húsnæðið, miðað við skil á húsinu í samræmi við upphaflegar áætlanir. mbl.is/sisi

Auk­inn kostnaður við bygg­ingu nýrra höfuðstöðva Lands­bank­ans við Aust­ur­höfn hef­ur ekki leitt til hækk­un­ar á kaup­verði ís­lenska rík­is­ins á norður­hluta húss­ins. Þetta kem­ur fram í svari Lands­bank­ans við fyr­ir­spurn ViðskiptaMogg­ans.

<>

Er til­kynnt var um kaup rík­is­ins á norður­húsi Lands­banka­húss­ins kom fram að rík­is­sjóður greiddi 4,6 millj­arða króna fyr­ir hús­næðið, miðað við skil á hús­inu í sam­ræmi við upp­haf­leg­ar áætlan­ir.

Upp­haf­leg­ar áætlan­ir gerðu ráð fyr­ir að hús­næði á jarðhæð og í kjall­ara yrði skilað til­búnu til inn­rétt­inga, á meðan skrif­stofu­hús­næði á 2.-4. hæð yrði af­hent full­búið.

Í kaup­samn­ingn­um var auk­in­held­ur kveðið á um að bank­inn af­henti alla hús­hluta full­búna og var áætlað að um 1,4 millj­arðar króna bætt­ust við kaup­verðið vegna fullnaðarfrá­gangs á jarðhæð og kjall­ara og aðlög­un­ar að starf­semi rík­is­ins.

Kaup­verðið var því áætlað sam­tals um sex millj­arðar króna og nú er ljóst að kaup­verð helst óbreytt þrátt fyr­ir auk­inn kostnað.

Heimild: Mbl.is